Kjósendur fela sig á bakvið Pírata

Við hrunið varð trúnaðarbrestur milli stjórnmálakerfisins og almennings. Stjórnmálaflokkur er enn ekki búnir að ná tiltrú kjósenda. Stór hópur kjósenda, nærri þriðjungur, vill ekki gefa upp stuðning við neinn hefðbundinn stjórnmálaflokk.

Píratar þjóna því hlutverki að bjóðakjósendum  skjól til að atast í reglulegum stjórnmálaflokknum. Með því að segjast kjósa Pírata segir fólk pass í pólitík.

Píratar eru stjórnmálaafl án annarra skoðana en að mótmæla. Og þriðjungi kjósenda hentar sú staða á milli kosninga.


mbl.is Píratar enn stærstir í könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta er skemmtileg rökleysa. Síðuhafi skrifar: "Stjórnmálaflokkur er enn ekki búnir [sic] að ná tiltrú kjósenda." Píratar eru stjórnmálaflokkur. Ef menn segja pass í póltík, þá svara þeir í könnun að þeir vilji ekki kjósa neinn flokk.

Wilhelm Emilsson, 3.8.2015 kl. 01:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brekku söngvar Þjóðhátíðarinnar í Eyjum sýnir okkur hverra manna þeir eru,sem syngja söngvana sýna með hárri raustu,út í guðs grænni,hvernig sem viðrar..Einnig ,Ísland er land þitt,,og að lokum þjóðsönginn.- Við höfum fengið að sjá hvað litlu munaði, að þjóðin hyrfi í stórríki Evrópu. Fyrr 2 árum treystum við núverandi stjórnarflokkum,til að verjast ESB-sinnum,sem linna ekki ásókninni í útþennsluríki Esb.Það var brýnast að stoppa,en nú virðast menn þar vera sýktir af veirunni og mál að gefa sig ekki upp í könnunum,engar upplýsandi stöður,ekki einusinni afmelding.                                                                                        

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2015 kl. 02:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pírataflokkurinn hefur ekki skoðun, heldur stefnu.

Þriðjungur kjósenda hefur jákvæða skoðun á þeirri stefnu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2015 kl. 13:06

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Píratar verða líklega ekki í vandræðum með að tala niður fylgið þegar líður á.

Eggert Sigurbergsson, 3.8.2015 kl. 14:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, ekki hjá hinum flokkunum þ.e.a.s.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2015 kl. 14:57

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Meira bullið í þér Páll. Held meira að segja að fylgið eigi eftir að aukast, þegar áherslur þeirra fyrir næstu kostningar verða ljósar, aðallega á kostnað núverandi ríkisstjórnar bófaflokka.

Jónas Ómar Snorrason, 3.8.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband