Sunnudagur, 26. júlí 2015
Hægriflokkar, velferðarmál og þjóðarheimilið
Á Norðurlöndum eru hægriflokkar orðnir sterkir í velferðarmálum og hagsmunum launafólks. Helmingurinn af þingflokki Danska þjóðarflokksins, sem vann stórsigur í síðustu þingkosninum, er launafólk.
Svíþjóðardemókratarnir styrkja sig jafnt og þétt á sama grunni; gagnrýni á Evrópusambandið og flóttamenn en stuðningur við velferðamál. Í Noregi er Framfaraflokkurinn á sömu slóðum og Sannir Finnar gera það gott á austurlandamærum Norðurlanda.
Þjóðarheimilið er hugtak sem breska vinstriútgáfan Guardian notar til að útskýra vöxt og viðvang hægriflokka á grunni málefna sem vinstriflokkar sátu einir að í áratugi. Þjóðarheimilið var velferðarþjóðfélagið sem vinstriflokkarnir skópu en hættu að sinna vegna þess að þeir urðu alþjóðlegir. Evrópumál og opin landamæri urðu áhugamál vinstriflokkanna sem æ oftar var stjórnað af stétt háskólamanna án tengsla við almennt launafólk.
Þjóðarheimilið er íhaldspólitík gagnvart alþjóðavæðingu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnmálakerfið nýtur mesta traustsins, er pólitík þjóðarheimilisins óðum að ryðja sér rúms undir formerkjum hægriflokka. Gömlu vinstriflokkarnir eru í kreppu.
Jafnvel vonarstjörnur vinstrimanna eru orðnar veikar fyrir hugmyndum um þjóðarheimilið. Jeremy Corbyn, sem þykir róttækur and-Blairisti í breska Verkamannaflokknum, íhugar að mæla með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Þjóðarheimilið og Evrópusambandið eru andstæður.
Athugasemdir
Góð nálgun hjá þér sem fyrr kæri Páll.
Bresti mig ekki minni mitt, þá var það hægrimaðurinn dr. Þórir Kr. Þórðarson sem barðist fyrir stofnun félagsþjónustunnar í Reykjavík sem borgarfulltrúi. Þar átti hann við ramman reip að draga að koma þessu á - en tókst þó.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2015 kl. 11:36
Það er svo spurning hvort nokkurn tíma tekst að leiðrétta pólitíska náttúru þeirra vinstri til upphafsins?
Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2015 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.