Laugardagur, 25. júlí 2015
Guðmundur Steingríms útilokar dauðabandalag við Samfylkingu
Björt framtíð afneitar Samfylkingunni og kýs heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Guðmundundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar, sem einu sinni var í Samfylkingunni, lýsir vantrausti á móðurflokkinn.
Guðmundur metur stjórnmálaástandið þannig að vinstripólitík og ESB-stefnan sé komin út í móa og verði ekki bjargað.
Til að Björt framtíð eigi möguleika á valdastólum er best að binda trúss sitt við hægripólitík, er mat formannsins.
Tilboð Guðmundur er í raun að Björt framtíð verði þriðja hjólið undir vagni hægristjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Athugasemdir
Engin þörf á þriðja hjóli, allra síst af því kaliberi sem Björt framtíð er.
Ragnhildur Kolka, 25.7.2015 kl. 13:51
Þar fór hann sennilega algjörlega með trúverðugleika sinn vindbelgurinn sá arna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2015 kl. 01:07
"Dauðabandalag". Ha ha! Talandi um dauða. Síðuhafi gleymir að minnast á það sem Guðmundur Steingrímsson segir í því samhengi:
"Og svo les maður bullið í Davíð Oddssyni sem mér finnst hafa fullkomnað ósanngirni sem stílbragð og lífsviðhorf. Hann er eins og helstirni sem eys illsku yfir samfélagið."
Wilhelm Emilsson, 26.7.2015 kl. 05:34
Thad er eiginlega á mörkunum ad haegt sé ad kalla Gudmund stjórnmálamann. Thad hlýtur ad fara ad nálgast íslandsmet í pólitískri taekifaerismennsku, eins og drengurinn sá hefur hagad sér. Ístöduleysi, stefnuleysi og taekifaerismennska hefur einkennt allan hans "pólitíska" feril. Björt framtíd er ekki svo björt lengur, er ég hraeddur um.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.7.2015 kl. 08:07
Já Páll það er ekki allt eins. Finnst mér Halldór Eigill lýsa Guðmundi vel og fyrir mér þá hefur hann ekkert gert annað en að safna ístru. Ístru sem var orðin svo stór að erfitt átti hann með að hneppa jakkanum sínum fyrir utan eina tölu á Alþingi um daginn...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.7.2015 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.