Sigrún flytur leiðara í RÚV til varnar ESB

RÚV finnst ómögulegt að málstaður ESB-sinna hér á landi sé rústir einar. Sigrún Davíðsdóttir tók sér fyrir hendur í Speglinum í gær (19:40 og áfram) að útskýra fyrir hlustendum að allt væri í himnalagi í Evrópusambandinu, ef við aðeins horfum framhjá Grikklandi.

,,Rangar staðreyndir og misskilingur um það sem gerðist á Íslandi," er útgangspunktur Sigrúnar í leiðara um hve rangt sé að líta á Ísland sem dæmi um nauðsyn þess að búa við eigin gjaldmiðil og fullveldi. Henni er sérstaklega í nöp við Matt Ridley sem skrifaði snarpa grein um ónýti ESB og sótti rök til reynslu Íslands. Sigrún dregur Ridley í svaðið, segir hann gjaldþrota bankamann og afneitara í loftslagsmálum, eins og það komi málinu við.

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, fær þá umsögn hjá Sigrúnu að hann ,,fari ekki rétt með rök."

Leiðari Sigrúnar í Speglinium í gær var kynntur sem fréttaskýring.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég heyrði þennan pistil Sigrúnar í gær. Margt skondið hefur frá henni komið gegnum tíðina, en þarna toppaði hún eigin fávisku.

En hvað veit ég svo sem. Auðvitað er Sigrún Davíðsdóttir miklu meiri fréttamaður en einhver tittur sem er að krafsa eitthvað í The Times, hún er jú fréttamaður hjá Íslenska ríkisútvarpinu!

Þá er hagfræði kunnátta Sigrúnar Davíðsdóttur þekkt um allan heim og því lítils virði þó einhver Nóbelshafa í hagfræði sé að ybba sig. Orð Sigrúnar Davíðsdóttur eru auðvitað mun trúlegri, hún er jú fréttamaður hjá Íslenska ríkisútvarpinu.

Það er varla hægt að komast ofar í metorðastiga alheimsins, eða hvað?

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2015 kl. 10:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

það var fróðleg lexía í vinstri áróðri sem hlustendum Ríkisútvarpsins var boðið uppá í gærkveldi. það var ekki nóg með að staða Matts Ridley innan stjórnar Northern Rock væri kyrfilega tíunduð Heldur fékk hann líka stimpilinn að vera velþekktur hægrimaður. Svona til að gulltryggja að enginn fari nú að taka mark á manninum. En menn leggja á sig ýmsa króka þegar þarf að tjasla upp á mölbrotinn Evrópusambands drauminn.

Ég minnist þess ekki að Þórólfur Matthíasson, Silja Bára Ómarsdóttir, Stefán Ólafsson eða öll sú hersing sem sífellt er dregin að hljóðnema Ríkisútvarpsins, sé kynnt með þeim viðvörunar orðum að þetta séu vinstrimenn. Minnist reyndar aldrei að vera vöruð við vinstrimönnum á þeim vettvangi.

Ragnhildur Kolka, 24.7.2015 kl. 11:11

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég hlustaði á þáttinn og heyrði ekkert athugvert við hann - sennilega bara allt rétt sem sagt er þar - heyrðu þið eitthvað sem var EKKI RÉTT?

Rafn Guðmundsson, 24.7.2015 kl. 13:24

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rafn, fólk var að tala um að þátturinn hefði verið tómt bull svo það gefur auga leið að það hefur verið sagt mikið þar sem var ekki rétt.

Jóhann Elíasson, 24.7.2015 kl. 15:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kemur ekki á óvart um Sigrúnu Davíðsdóttur. Ekki stóð hún með okkur í Icesave-málinu og gerir það heldur ekki gagnvart Evrópsambands-innlimunarstefnunni.

Jón Valur Jensson, 24.7.2015 kl. 15:34

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún er ein af þeim sem ætti að segja upp á Ruve!

(Ruve er nýtt nafn á Rúvinu, sá þetta fyrst í dag á Fb-síðunni Eftirlit með hlutleysi RÚV. Nafnið á víst ekki að gefa í skyn mikið enskt-bandarískt efni þar, heldur endurtekningarefni, enda stendur (e) aftan við nánast annan hvern dagskrárlið þar!)

Jón Valur Jensson, 24.7.2015 kl. 15:38

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú ekki nema von að framsjalla-þjóðremingar stökkvi uppá nef sér við þetta.

Þetta var j+u fréttaskýring.  Pólitískt fræðsluefni.

Það er eitur í beinum framsjallískra þjóðrembinga.

Þeir vilja aðeins própaganda ívafið sögufölsunum.

Ekkert nýtt að frétta hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2015 kl. 22:41

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekkert nýtt að frétta af Rúvinu, alltaf með sína vinstri slagsíðu meiripart dags.

Jón Valur Jensson, 25.7.2015 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband