Í hvaða landi býr Árni Páll?

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir m.a.

Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélagslegrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að fylgi Samfylkingar er komið niður í eins stafs tölu. Formaðurinn er undir ágjöf og vafasamt að hann haldi formennskunni sinni næsta vetur.

Engu að síður verður að gera þá kröfu til Árna Páls að hann segi ekki algerlega skilið við dómgreindina þegar hann kveður sér hljóðs á opinberum vettvangi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Ef ég skil þig rétt Páll, þá er ekkert að marka það sem Árni Páll segir um krónuna vegna þess að gengi samfylkingarinnar er svo lágt?

Er þetta rétt skilið?

Jón Bjarni, 23.7.2015 kl. 16:08

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Flestir vita, Jón Bjarni, að krónan hefur verið með okkur í nærfellt 100 ár. Það er heldur klén þjóðfélagsgreining að segja hana valda ,,pólitískri og samfélagslegri upplausn"? Samkvæmt því erum við búin að vera í upplausnarástandi í hundrað ár.

Páll Vilhjálmsson, 23.7.2015 kl. 16:52

3 Smámynd: Jón Bjarni

Höfum við ekki lifað við sveiflugengi og verðbólgu vegna þessarar krónu allt frá lýðveldisstofnun? Og hefur það ekki samfélagsleg og pólitísk áhrif þegar krónan veldur því að lán fólks fuðra upp eða springa út?

Annars var ég bara að spá í þessari framsetningu - hvernig kemur gengi samfylkingarinnar því við hvað Árni segir um krónuna - er gengi þess flokks langt frá gengi forsætisráðherraflokksins?

Jón Bjarni, 23.7.2015 kl. 17:49

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru þeir til sem enn trúa á visku þessa evruspekings og leiðtoga?

Halldór Jónsson, 23.7.2015 kl. 19:32

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góðar spurningar hjá Jóni Bjarna. Ég verð að segja það, eins og Steingrímur Hermannsson sagði.

Wilhelm Emilsson, 23.7.2015 kl. 21:51

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er kanski best að lýsa þessu á þann veg að ef við erum á árabát og krónan er árin, hvernig er þá ræðarinn?

Það er ekki við krónuna að sakast, frekar ætti að kenna efnahagsstjórnun um hvernig komið er. Þetta er nokkuð sem fólk eins og Árni Páll hljóta að vita en vilja ekki segja af því það hentar ekki þeirra stefnu.

Ólafur Björn Ólafsson, 23.7.2015 kl. 22:38

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er þetta ekki bara rétt hjá Árna P - mér sýnist það

Rafn Guðmundsson, 23.7.2015 kl. 23:01

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Evran er árinn! Krónuna var alltaf hægt að fá í hruninu,úr hraðbönkum og með öllum greiðslukortum.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2015 kl. 00:03

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Reynslurökin eru ótvíræð. Engin söguleg dæmi eru til um árangursríkt gjaldmiðlabandalag sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Til að evru-samstarfið fái staðist verður að mynda miðlægt ríkivald sem fer með fjármál og skattamál evru-ríkjanna.

Enginn veit hvort til verður miðlægt ríkisvald á bakvið evruna. Á meðan það er ekki ljóst verður óvissa um framtíð evrunnar.

Krónan hefur fylgt okkur í bráðum hundrað ár. Við fleygjum henni ekki fyrir borð og höldum í óvissuferð með evru. Það væri glapræði.

Páll Vilhjálmsson, 24.7.2015 kl. 00:22

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gera á þá kröfu að Árni Páll Árnason lesi það sem Páll Vilhjálmsson skrifar.

Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 02:49

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll Vilhjálmsson segir að ESB ríki séu sjálfstæð og fullvalda. Þetta eru fréttir til næsta bæjar.

Wilhelm Emilsson, 24.7.2015 kl. 02:49

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vandræði Árna Páls eru að hann virðst ekki lesa það sem Páll Vilhjámsson skrifa.En er ekki best að hann geri það ekki.Aliir eiga að fagna þegar rugulið Samfylkingarinnar fer með fylgið stanstlaust niður.

Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 02:55

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB er ruglilið gamalla nýlenduvelda sem vonandi komast níður á jörðina og ganga skrefið til fulls.Svo alvöru ríki annarstaðar botni í þessu fyrirbryðgi.Skárst er tillaga frakka að þetta verði gert sem fyrst.Og höfuðborgin verði París.Frakkarnir hafa skárst orð á sér, þrátt fyrir allt.Lifi frsnaka byltingin.

Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 03:02

14 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Gengissveiflur og verðbólga skiptir litlu sem engu máli, það sem skiptir máli er velferð. Velferð á Íslandi hefur svo sannarlega aukist frá því að krónan varð lögeyri á Íslandi. Nú er svo komið að frá því að Ísland var örsnauð hjálenda er Ísland komið í fremstu röð meðal sjálfstæðra og sjálfbjarga þjóða á flestum sviðum.

Eggert Sigurbergsson, 24.7.2015 kl. 21:36

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta ákveðna atriði hjá Árna er í sjálfu sér rétt.  Það var ekki síst fall krónunnar sem skapaði vandræðin og pólitíska óróleikann. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2015 kl. 23:32

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Einsatkvaedisformadur einsmálsflokksins hefur dvalid í La LA Landi í mörg ár. Samlandi hans og einardur studningsmadur, sem hér ad ofan ritar, Ómar Bjarki, virdist einnig vera med vegabréf thadan.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.7.2015 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband