Hroki bankafólks og ábyrgð stjórnvalda

Bankarnir voru miðstöð útrásarinnar sem lauk með hruninu 2008. Margt bendir til að lærdómurinn af hruninu fari framhjá bönkunum. Kannski vegna þess að almenningur í gegnum ríkissjóð sá til þess að bankafólk missti ekki vinnuna - með því að ríkið yfirtók reksturinn.

Íslenskt bankafólk fékk aðstoð að utan að læra ekki lexíuna af hruninu. Þannig fékk starfsfólk Landsbankans gefins hlut í bankanum að kröfu eigenda slitabús gamla Landsbankans, að sagt er.

Nú vilja yfirmenn Íslandsbanka fá sambærilega gjöf frá slitabúinu, bara fyrir að vinna vinnuna sína.

Og Landsbankafólk vill byggja monthöll við Hörpu, til að minna á að bankafólk sé merkilegra en almúginn.

Bankafólkinu verður að setja stólinn fyrir dyrnar áður en allt opnast á gátt og út flæðir fjármálahroki af ætt útrásar. Til þess höfum við alþingi og ríkisstjórn.

 

 

 


mbl.is Vilja hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það ætti kannski að borga þessu fólki EINGÖNGU með hlutabréfum í bankanum, og láta þau svo finna út sjálf hvernig þau geta borðað hlutabréfin næst þegar þessi banki fer á hausinn aftur og bréfin verða verðlaus.

Þannig aukakaupkerfi mætti alveg taka til skoðunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2015 kl. 14:03

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri áhugavert að sjá ef t.d. verkstjóri hjá verktaka heimtaði 1% hlut í fyrirtækinu en hótaði annars að tefja verkið svo á það féllu dagsektir. Hvað myndi verktakinn gera? Semja eða hringja í lögregluna?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2015 kl. 14:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

REALLY? 

HvítaBirna og allt það? REALLY?

Halldór Jónsson, 23.7.2015 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband