Atli Þór, Eygló og lögmálið um bjána

Almennt gildir að ef stjórnmálamaður eða önnur opinber persóna er óalandi og óferjandi eru fáein orð nóg til að útskýra hvers vegna viðkomandi ætti að stökkva þangað sem dagskímunnar nýtur ekki.

Lögmálið byggir á þeirri forsendu að bjánaskapur þarf ekki ítarlega greiningu. Nóg er að benda líkt og barnið gerði í ævintýri Andersen um klæðalausa kónginn. Mörg orð um bjánaskap segja oftast meiri sögu um þann sem mælir en meintan bjána.

Atli Þór Fanndal skrifar sumsé langa grein um að Eygló Harðardóttir ráðherra ætti að segja af sér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessa langloku Atla renndi ég yfir fyrr í kvöld,en las hana betur núna.Rosalega er manninum mikið niðri fyrir,dæmi:"Vandamál núverandi meirihluta er að hann skilur ekki enahagsmál.Þau telja sig gera það,en gera það ekki"..Næsta setnig endar eins,þau skilja ekki efnahagsmál.Algengt er að menn sleppi alveg að lesa greinar sem hefjast á dómum um gáfnafar og geðheilsu,þess sem skrifa á um.Þau missa strax marks. Þetta segir Jón Ebbi Halldórsson..Atli á eftir að gera betur með stillta skaphöfn. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2015 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband