Plastvatn verra en kranavatn

Vatn í plastflöskum er verra en kranavatn. Tvennt kemur til. Í fyrsta lagi er plast óheppileg geymsla fyrir vatn. Í öðru lagi mengar plastvatn en kranavatn ekki. Plastvatn mengar með umbúðunum og flutningskostnaði.

Þeir sem kaupa plastvatn bæði fleygja peningunum sínum og stuðla að umhverfismengun.

Ekki kaupa plastvatn.


mbl.is Á ekkert skylt við kranavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Hvernig rökstyður Jón Ólafsson það að vatn í plastflöskum sé betra en kranavatn? Hvað á hann við um að kranavatn hafi ferðast um gamlar og þá væntanlega líklega skemmdar leiðslur? Þetta er meira bullið ...

Herbert Guðmundsson, 21.7.2015 kl. 20:25

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Jón Ólafsson hefur alltaf túlkað allt sér í hag.

Frekar drekk ég kranavatn úr "líklega skemmdum" leiðslum en að kaupa plastflösku. Skil ekki Íslendinga sem gera það.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.7.2015 kl. 22:12

3 Smámynd: corvus corax

Þssi frægi vatnshaus er ómarktækur og hreint bull það sem hann segir. Kranavatn er ekkert mengaðra en vatn úr einhverri jarðholu hjá honum. Ég er hins vegar búinn að finna upp og er að fara að markaðssetja vatn á miklu ódýrari hátt en hann en samt í svipuðum stíl og hann. Uppfinningin byggist á því að selja fólki sérstaka tóma vatnspoka sem innihalda örlítið af vatnsefni. Síðan þarf bara að fylla pokann með vatni og hrista hann smávegis til að örefnið blandist vatninu vel og er þá kominn fullur poki af vatni. Þannig þarf ekki að flytja þungt og rúmfrekt vatnið langar leiðir.

corvus corax, 22.7.2015 kl. 06:06

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru ómetanleg gæði að geta drukkið vattnið úr krananum, enda held ég að þegar fólk er á leiðinni þá kaupir það vatn vegna þess að það vill hvorki kók eða annað gos.  Til heimilis brúks kaupir engin Íslendingur vatn á flöskum.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.7.2015 kl. 07:48

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Europris bauð eitt sinn til sölu hér á landi norskt vatn í flöskum.  Það seldist.

Steinarr Kr. , 22.7.2015 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband