Endurlífgaði Sigmundur Ernir látinn mann?

Íslendingar falla ekki af þjóðskrá nema þeir hrökkvi upp af. Sigmundur Ernir Rúnarsson fyrrum þingmaður Samfylkingar og núverandi stjóri útgáfunnar Hringbrautar er með á sínum snærum pistlahöfund, Ólaf Jón Sívertsen, sem ekki finnst í þjóðskrá.

Í bloggi er vakin athygli á því að Ólafur Jón segist sprelllifandi og í góðu sambandi við lausmáluga embættismenn þótt ekki sé hann að finna á þjóðskrá.

Sigmundur Ernir virðist samkvæmt ofanrituðu endurlífga dauðan mann. Væri ekki nær lagi að virkja krafta Sigmundar Ernis í þágu heilbrigðisvísindanna?


mbl.is Fimm Íslendingar ranglega taldir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess eru ótal dæmi að fólk, sem tekið hefur sér listamannsnafn, sé sprelllifandi þótt nafnið finnist ekki í þjóðskrá. 

Bogomil Font hefur til dæmis verið iðinn við tónlist í aldarfjórðung án þess að það nafn hafi fundist í þjóðskrá. 

Erlendis eru dæmin óteljandi. Nina Simone var sprelllifandi að syngja og spila á píónó þótt það nafn væri ekki að finna í þjóðskrá. 

Ómar Ragnarsson, 21.7.2015 kl. 17:15

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Munurinn á Bogomil Font og Nina Simone annars vegar og hins vegar Ólafi Jóni Sívertsen er að þau fyrrnefndu voru holdi klædd en sá síðastnefndi er grunaður draugur.

Páll Vilhjálmsson, 21.7.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband