Evran er nýja kókið - og ætti að taka úr umferð

Framleiðendur vinsælasta gosdrykkjar veraldar, Coca Cola, reyndu nýja uppskrift að kók um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Nýja kókið var svar við ágengri markaðsherferð Pepsi. Óhemju fé var var varið í markaðssetningu nýja kóksins, sem kynnt var neytendum í apríl 1985.

Fólk vildi ekki nýja kókið og miðsumars 1985 var það tekið úr vöruhillum og gamla uppskriftin sett í staðin - enda var hún búin að sanna sig í áratugi. Viðskiptaritstjóri Guardian, sem er breskt blað hlynnt ESB, segir að evran sé nýja kókið og eigi að taka úr umferð.

Tilgangslaust sé að berja höfðinu við steininn. Evran er búin að fá 16 ára reynslu og virkar ekki. Hún vinnur þvert gegn tilgangi sínum, að sameina Evrópu, eins og best sést á því að Þjóðverjahatur tröllríður Evrópu nú um stundir þótt almenni Þjóðverjinn sé ekkert betur settur með evruna en aðrir íbúar evru-svæðisins.

Fyrir daga evrunnar naut Evrópusambandið velvildar almennings í álfunni. Velvildin var notuð af ESB-sinnum til að stórauka samruna ESB-ríkja þar sem evran átti að vera lykilverkfæri. Kreppan undanfarin fimm ár sýnir að stjórnmálaleiðtogar veðjuðu á rangan hest. Þótt sú leið sé hugsanleg, til að halda evrunni á lífi, að búa til miðstýrt fjármálakerfi með sameiginlega skattheimtu og fjármálastjórn á öllu evru-svæðinu, sem telur 19 ríki, þá er pólitískt óhugsandi að almenningur í Norður-Evrópu samþykkti slíkan leiðangur.

Evran er nýja kókið sem almenningur vill ekki. Því fyrr sem leiðtogar evru-ríkjanna átta sig á mistökunum og bregðast við þeim því betra, skrifar viðskiptaritstjóri Guardian.


mbl.is Yfir helmingur Þjóðverja óánægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem óforbetranlegur Kók-fíkill er mér ljúft að upplýsa, að "nýja kókið" 1985 var án koffeins, en aðaldrykkurinn látinn halda sér. 

Þetta koffeinlausa kók var eins heimskuleg hugmynd og hugsast gat, svona álíka og að selja koffein-laust kaffi.

Má furðu gengna að forráðamenn stórfyrirtækis, sem lifði á að selja afurð, sem var með samanlagðri koffein- og hvítasykursfíkn sem ávanabindandi atriði, skyldi halda að maður vildi drekka þetta vita gagnslausa gutl.  

Ómar Ragnarsson, 19.7.2015 kl. 17:08

2 Smámynd: Alfreð K

Var ekki koffeinlausa kókið sett á markað árið 1983?  Því ásamt aðaldrykknum var svo breytt í „nýja kókið“ tveimur árum síðar (fáanlegt bæði með og án koffeins).  Sumir segja reyndar að koffeinmagnið (í aðaldrykknum) hafi þá (ásamt fleiri efnum) verið aukið:

https://youtu.be/dBnniua6-oM?t=834

Alfreð K, 19.7.2015 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband