Föstudagur, 17. júlí 2015
Jón Gnarr vegvísir deyjandi fjölmiðils
Áður en Jón Gnarr varð stjórnmálamaður þótt hann liðtækur brandarakall. Stjórnmálin breyttu Jóni úr uppistandara í vegvísi í opinberum málum undir vörumerkinu ,,borgarstjórinn úr eftirhruninu."
365 miðlar er deyjandi fjölmiðill. Fyrirtækið reynir að hasla sér völl á vettvangi símaþjónustu og hittir þar fyrir stönduga keppinauta.
Jóni Gnarr er ætlað að vísa 365 miðlum til endurnýjunar lífdaga. Jón Ásgeir, eigandi 365 miðla, er orðinn býsna örvæntingarfullur.
![]() |
Jón Gnarr „ráðinn til að hafa áhrif“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er bara málpípa óvandaðra afla sem að starfa á bak við tjöldin.
=Þetta er kallað að "hengja bakara fyrir smið".
Jón Þórhallsson, 17.7.2015 kl. 13:29
Síðann hvenær er það merki um örvæntingu að ráða góðan starfskraft í vinnu?
Ómar Ragnarsson, 18.7.2015 kl. 00:25
Ómar - ertu alveg minnislaus ? Gnarrinn kann að vera góður starfskraftur grínþátta - en sem t.d. borgarstjóri var hann ónytjungur - það voru ráðnir 3 aðrir starfsmenn í að sinna störfum borgarstjóra því Gnarrinn nennti því ekki eða vildi ekki - nema þiggja launin.
Þetta getur seint kallast góður starfskraftur hjá hvaða vinnueitanda sem er. Hvað verður lang þar til hann skipar sér 2-3 blaðamenn til að vinna starf sitt á ritstjórninni ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.7.2015 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.