Fimmtudagur, 16. júlí 2015
Minna Grikkland, meira ESB
Grikkland smækkar með því að völd Grikkja í eigin málum verða æ minni. Eftir því sem líður á evru-kreppuna yfirtekur Evrópusambandið æ meira af lagasetningavaldi sem einu sinni var í Aþenu.
Í þýskum fjölmiðlum er sagt hreint út: Weniger Griechenland, meher Europa. Grikkland varð að minnka í ESB-samhenginu, annað hvort með því að fara úr evru-samstarfi og ESB eða að láta ESB yfirtaka grísk málefni.
Grikkir sjá að baki 185 ára frelsis með samningunum við ESB. Forsætisráðherra þeirra var ýmist sagður ,,barinn hundur" eða ,,krossfestur" í Brussel af ráðandi öflum í ESB, samkvæmt frásögn í EU-Observer.
Evrópusambandið sigraði Grikki en stórskaðaði sig sjálft í leiðinni. Eftir grísku stjórnarbyltinguna er aðeins einn vegur fær fyrir ESB: að krefjast síaukinna valda yfir fjármálum evru-ríkjanna 19. Við það eykst klofningurinn við þau ESB ríki sem ekki nota evru, t.d. Bretland, Svíþjóð, Danmörku og Pólland.
Evrópusambandið verður risi á brauðfótum, sem kúgar smáþjóðir en ræður ekki við sjálfan sig.
![]() |
Staðráðinn í að ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pyrrosarsigur Junckers og Merkels = Sigur sem kostar miklu meira en það sem þau töldu sig vinna !
Gunnlaugur I., 17.7.2015 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.