Túrismi heltekur miðbæinn - engin stefnumótun

Fréttamaður RÚV fann varla Íslending í miðborg Reykjavíkur þegar hann tók vegfarendur tali. Öll uppbyggin miðbæjarins undanfarin ár miðar við túrisma. Hótel og lundabúðir ryðja í burtu verslunum og þjónustu sem íbúar sækjast eftir.

Borgaryfirvöld sýna andvaraleysi yfir þessari þróun og gefa út yfirlýsingar um bjargleysi gagnvart túristavæðingu miðborgarinnar. Hitt er líklegri skýring að engin stefna sé mótuð í málefnum miðborgarinnar og í skjóli stefnuleysis ráði einhlít peningasjónarmið.

Vinstrimeirihlutinn í ráðhúsinu er hlýtur að vera með önnur forgangsmál en þróun miðbæjarins. Forgangurinn er ábyggilega ekki viðhald gatnakerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband