Kunna Þjóðverjar að reka Grikkland?

Forsætisráðherra Grikklands samþykkti að gríska efnahagskerfið yrði stokkað upp að kröfu Þjóðverja gegn því að fá þriðja björgunarlánið á fimm árum.

Guardian segir að fyrir utan lækkaðan lífeyrisaldur og ýmis sparnaðarúrræði í ríkisútgjöldum þá verði Grikkir að breyta lögum um verslunartíma á sunnudögum. Einnig að brjóta upp skipulag mjólkurframleiðslu og samkepnnishættir bakara verða sömuleiðis endurkoðaðir.

Víðtæk útlensk (les: þýsk) inngrip í grískt samfélag gerir Grikkland ekki endilega betra. Raunar er ólíklegt að lagabreytingar um grísk innanríkismál muni gera annað en að auka andstyggð Grikkja að fylgja opinberri forskrift. Og fannst mörgum nóg um frjálslega umgengni Grikkja við lög og reglur.

Grískir samfélagshættir, lög og regla þar á meðal, eru niðurstaða grískra siða og venja og það sem mest eru um vert; grískrar málamiðlunar.

Það er ekkert sem bendir til að Þjóðverjar kunni betur en Grikkir sjálfir að reka Grikkland.


mbl.is „Þið yfirgefið ekki herbergið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Nei það kunna þeir ekki en þeir geta það alveg eins og þeir gátu gert fjármála spekinga Evrópu að sauðum með því að láta þá samþykkja Evru sem góðan mat.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.7.2015 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband