Lög og sćmd í Njálu og nútíma

Á köflum er Njála handbók í lögum. Undan og yfir lagahugsun Njálu er sćmdin, sú hugmynd ađ sérhver mađur eigi sóma sem hann verđi ađ gćta til ađ lífiđ sé einhvers virđi. Njáli bauđst útganga úr brennunni en svarađi:

Eigi vil eg út ganga ţví eg er mađur gamall og er eg lítt til búinn ađ hefna sona minna en eg vil eigi lifa viđ skömm.

Nútímamenningu er framandi ađ skömm fylgi skertum sóma. Skyldi ćtla ađ lög og lagatúlkun í menningu ţjóđveldisaldar vćri álíka fjarri okkar tíma og sćmdin. En svo er ekki.

Gunnar á Hlíđarenda deildi viđ ţá nafna Ţorgeir Starkarđarson og Otkelsson. Eftir mannvíg náđust sćttir. Ţorgeir Starkarđarson undi málalokum illa og mútađi fjandmanni Gunnars, Merđi Valgarđssyni, lögspekingi, ađ setja saman ráđagerđ til ađ klekkja á Gunnari.

Mörđur ráđleggur Ţorgeiri Starkarđarsyni ađ fá nafna sinn Otkelsson í liđ međ sér ađ herja á Gunnar. Ţorgeir Otkelsson fćrist undan međ ţeim rökum ađ hann sé í sáttum viđ Gunnar og vilji ekki teljast ,,griđníđingur".

Ţorgeir Starkarđarson fćri ţau rök, ćttuđ úr lagasmiđju Marđar, ađ Gunnar hafi rofiđ sćttina viđ ţá nafna, međ ţví ađ sćkjast eftir jörđum í eigu ţeirra vegna óskyldra mála. Nafnarnir tölu bersýnilega ađ sáttin milli ţeirra og Gunnars skyldi taka til allra ágreiningsefna. Lögsátt og sómi, sem er persónubundinn, eru hér nátengd .

Ţorger Otkelsson fellst á ađ fara ađ Gunnari međ nafna sínum. En tilrćđiđ misheppnast og málin fara til alţingis. Njáll sćkir máliđ fyrir Gunnar vin sinn en Mörđur fyrir Ţorgeirana tvo.

Mörđur endurtekur rökin hér ađ ofan, ađ Gunnar hafi rofiđ sátt međ lögsókn gegn ţeim og fengiđ sáđland af Ţorgeiri Otkelssyni og jörđina Móeiđarhvol af Ţorgeiri Starkarđarsyni.

Njáll svarar eins og lögspekingur í samtíma:

,,Eigi er ţađ sćttarrof," segir Njáll, ,,ađ hver hafi lög viđ annan ţví ađ međ lögum skal land vort byggja en eigi međ ólögum eyđa."

Lög og sćmd á okkar dögum eru ađskilin atriđi. Ţađ er helst í meiđyrđamálum sem sćmd kemur til  sögunnar. Í lagaţrćtum, ţar sem koma viđ sögu manndráp og fasteignadeilur, er sćmdin víđsfjarri.

Njáll undirstrikar hlutlćgni laganna, ađ ţau séu ekki persónubundin. Orđalagiđ ađ ,,hver hafi lög viđ annan" fer nokkuđ nćrri ţví ađ segja alla jafna fyrir lögum. Og ţađ er nútímaleg hugsun.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband