Finnska skólamódeliđ í uppnámi

Frá aldamótum er Finnland Mekka skólamanna á Vesturlöndum. Ástćđan er ađ finnsk ungmenni skoruđu hćst á alţjóđlegum prófum, kenndum viđ PISA, í stćrđfrćđi, lćsi og vísindalćsi. Stórţjóđir Evrópu sendu til Finnlands skólamenn í flugvélaförmum ađ lćra hvađ Finnar gerđu rétt.

Ameríkanar fóru líka til Finnlands, kannski ekki međ jafn mikla glýju, en samt, Finnar toppa PISA-listann.

Á síđustu árum tapa Finnar ţeirri forystu sem ţeir höfđu í PISA-prófum. Og ţađ er eins og viđ manninn mćlt ađ stórfelld endurskođun er hafin á finnska skólamódelinu. Skýrslur, eins og frá Centre for Policy Studies, segja ađ finnska módeliđ byggđi á gömlum gildum, ekki nútíma kennsluháttum, og ađ sein samfélagsţróun Finna hafi viđhaldiđ gömlum aga í skólum sem flest önnur vestrín ríki voru búin ađ glata. Gamli skólaaginn skilađi Finnum PISA-forystunni.

Ţýskir fjölmiđlar benda á ađ ţegar velgengni finnskra nemenda, skv. PISA, var hvađ mest ţá hafi kannanir sýnt hvađ mesta vanlíđan finnskra skólaungmenna. Valiđ, samkvćmt ţeim ţýsku, virđist standa á milli vanlíđunar í skóla og góđs námárangurs annars vegar og hins vegar ađ ţrífast vel en skila síđri námsárangri. 

Yfirveguđ bandarísk greining á finnska skólastarfinu setur ţađ í samhengi viđ nćgjusemi Finna, virđingu kennara í samfélaginu, góđan tíma sem kennarar hafa til ađ rćđa málin og samfélagslega samkennd.

Niđurstađa: skólar eru samofnir hverju samfélagi og verđa ekki greindir nema í samfélagslegu samhengi. Ţađ er ekki til neitt eitt skólamódel sem hentar öllum samfélögum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband