Grikkir breyta ESB-umræðunni á Íslandi

Vandræði Grikkja með evruna, þjóðaratkvæðagreiðslan og erfiðleikar ESB að ráða fram úr myntsamstarfinu mun breyta til frambúðar ESB-umræðunni hér á landi.

ESB-sinnar á Íslandi héldu fram evru og ESB-reglum sem valkosti við krónu og fullveldi. Um tíma eftir hrun fengu þessi rök meðbyr í samfélaginu. Viðvarandi vandræðaástand Grikkja í sjö ár og vangeta ESB að búa til haldbært myntsamstarf kippir stoðunum undan málflutningi ESB-sinna.

Á Íslandi verður það sjónarmið ráðandi að best sé að bíða og sjá hvernig evrunni og ESB reiðir af á næstu fimm til tíu árum. Enginn áhugi verður hér á landi á nýrri ESB-umræðu næstu árin.


mbl.is Grikkir leggja fram tilboð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Við höfum ekki þann "efnahagslega/stjórnmálalega" aga sem þarf til þess að vera með evru, það er nú bara þannig í pottinn búið og gerir það að verkum að við þurfum að búa við okkar örmynnt og okurvexti um ófyrirsjáanlega framtíð.  Því miður.

Guðmundur Pétursson, 6.7.2015 kl. 16:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm og það er vel. Flas er aldrei til fagnaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2015 kl. 17:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Örmyntin okkar gefur þó það að okkur skortir aldrei skotsilfur ef við á annað borð öflum þess.
En það eru engir okurvextir á sparisjóðsinnstæðunum okkar, eða aðeins 0.6%!

Kolbrún Hilmars, 6.7.2015 kl. 17:20

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það sjá allir sem það vilja sjá að einn gjaldmiðill fyrir öll Evrópulönd á þýsku gengi getur aldrei gengið. 

Þetta vita leigubílstjórar á Kanarí, en ekki hagfræðingar í Evrópu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 7.7.2015 kl. 07:44

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þýska gengið ræður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2015 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband