Evran, fjárkúgun og valdastjórnmál

Evran er gjaldmiðill byggður á pólitík, ekki lögmálum hagfræðinnar. Eftir að evran varð lögeyrir Evrópusambandsins, um aldamótin, er stöðugt reynt að smíða í kringum gjaldmiðilinn regluverk sem heldur.

En það gengur ekki, einmitt vegna þess að evran er byggð á pólitík.

Pólitík er rekin áfram af tilfinningum, fremur en yfirvegun og rökum. Forystumenn grísku ríkisstjórnarinnar líktu ESB við hryðjuverkasamtök. Það er hreinræktuð lýðskrum.

Ef Grikkir verða sigurvegarar í deilunni við forráðamenn evrunnar, sem eiga heima í Brussel, Frakklandi og Þýskalandi, er komið fordæmi fyrir fjárkúgun smáþjóða gagnvart stórþjóðum í evru-samstarfinu. Engin hætta er á öðru en að það fordæmi verði nýtt.

Stórþjóðirnar hafa ekki efni á sigri Grikkja í evru-deilunni. Litlu breytir þótt Tsipras fórni fjármálaráðherra sinum til að friðþægja goðin. Öllum er ljóst að Grikkir stunda fjárkúgun í nafni lýðræðis.

Þjóðaratkvæðagreiðsla Grikkja raskar ekki hörðum veruleika valdastjórnmála.

 

 


mbl.is Hvað gera Grikkir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Grikkir eru aðeins 2% af íbúum ESB. En vægi þeirra byggist fyrst og fremst þeim áhrifum, sem gerðir þeirra hafa á aðrar og stærri þjóðir innan ESB. Grikkir skulda Spánverjum og Ítölum mikla peninga og þess vegna er staðan flókin. 

Ómar Ragnarsson, 6.7.2015 kl. 12:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það á eftir að sýna sig hvort að meðferð ESB og ECB og AGS á Grikklandi á eftir að verða dæmd sem hryðjuverk fyrir alþjóðlegum dómstólum er þeir verða kvaddir til til að dæma í eyðileggingu ESB á Grikklandi. Hún fór fram í þeim eina tilgangi að bjarga mynt ESB sem þolir ekki vott af dagskímu lýðræðis né efnahagsmálaþekkingu á barnaskólastigi.

Einn fjórði hluti gríska hagkerfisins er horfinn á meðan á meðferð ESB/SE/AGS hefur staðið. Það kalla ég að minnsta kosti stórkostlegt skemmdarverk. Svo stórt að fáir gera sér grein fyrir því.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2015 kl. 13:24

3 Smámynd: Snorri Hansson

Men ,fyrirtæki  eða  þjóðir  taka lán og allt gengur  vel og dæmið gengur  upp.

Menn,fyrirtæki  eða þjóðir taka lán og lenda í erfiðleikum  en krafla sig í gegnum það

Menn, fyrirtæki  eða þjóðir taka lán sem er þeim algerlega  ofviða.

 Svo hátt að hvað sem skuldarinn gerir er vonlaust að lánið verði  greitt .

Þá er það lánveitandinn  jafn ábyrgur lántakanum.

Þetta heitir að fara á hausinn og venjulega fær lánveitandinn lítið til baka og lántakinn missir lánstraust  í langan tíma ( og bankastjórinn rekinn ?).

Snorri Hansson, 6.7.2015 kl. 15:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru ekki til nein "lögmál" hagfræðinnar. Lögmál í vísindum er eitthvað sem er hægt að sanna, annaðhvort með mælingum eða óyggjandi rökum. Hagfræði er hinsvegar ekki vísindi heldur kenningafræði, og á því meira skylt við trúarbrögð, þar sem hún hefur ekki að geyma sannanir á neinu sem hefur neitt með raunveruleikann að gera, þó enginn skortur sé á kenningunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2015 kl. 18:10

5 Smámynd: Elle_

Gríska þjóðin er ekki að beita neinn fjárkúgun í nafni lýðræðis. Gríska þjóðin er sjálf beitt andstyggilegri fjárkúgun af valdabákni. Þeir sama tala aftur og aftur um hvað sjálfstæður gjaldmiðill hafi bjargað Íslandi geta varla komið núna og kennt grísku þjóðinni um allar ófarirnar og kallað allar kröfur kröfuhafanna og valdabáknsins skuldir Grikkja, vitandi það hvað evran gerði þeim. Þetta kallast gjaldþrot, ekki fjákúgun í nafni lýðræðis. 

Elle_, 6.7.2015 kl. 22:00

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kúgarinn er sá sem krefur um greiðsluna ekki sá sem er krafinn um hana.

Evra er fiat peningur. Hann er búin til eftir þörfum í skiptum fyrir veð. Það sem Grikkir fengu að láni í þýskalandi fyrir tíu árum síðan var fyrirsjáanlega endurgreiðanlegt og með nothæfum veðum samkvæmt viðteknum kenningum evrusinna í því efnahagsumhverfi sem þá var.

Nú, þegar kenningar þessara evrusinna eru búnar eyðileggja efnahag Grikkja og fleiri fylkja í álfunni blasir við að þær standast ekki skoðun. Glæpurinn er þá fólgin í því að krefja Grikki um það sem þeir ekki eiga og fyrirsjáanlega geta ekki eignast.    

Guðmundur Jónsson, 7.7.2015 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband