Sunnudagur, 5. júlí 2015
Landnám, sjálfsbjörg og einstaklingshyggja
Það aðgreinir okkur frá frændum okkar á Norðurlöndum, utan Færeyja, vitanlega, er að við erum afkomendur landnámsmanna en þeir ekki.
Landnámsmenn rækta með sér sjálfsbjörg í ríkum mæli og þar af sprettur einstaklingshyggja. Samhjálpin er þó landnámsmönnum ekki framandi, samanber hreppana sem voru skipulagðir á tíma þjóðveldis til fátækrahjálpar.
Á seinni tímum tökum við ýmislegt frá norrænum þjóðum, s.s. velferðarkerfið, en lögum það að okkar aðstæðum. Við höfum þó ekki tekið pólitíska rétttrúnaðarhugsun upp af sömu ákefð og t.d. Svíar. Líklega er einstaklingshyggjan nokkur vörn þar.
Á öðrum sviðum göngum við lengra í jafnræði en Norðurlöndin, jafnvel þannig að sumum þyki nóg um. Við tökum síður mið af langskólaprófum, en Norðurlönd og þjóðir engilsaxa, þegar við skiptum launakökunni í þjóðfélaginu. Það fyrirkomulag virðist séríslenskt.
Íslendingar líkari Kanadamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.