Sunnudagur, 5. júlí 2015
Nei við ESB er já við fullveldi
Ef gríska þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafnar hún Evrópusambandinu. Um leið segir það já við fullveldi, þótt stjórnvöld í Aþenu segja annað; að nei haldi Grikklandi í evru-samstarfinu og ESB.
Grikkland er gjaldþrota, hvort heldur innan ESB eða utan. Möguleikar Grikkja til að brjótast úr kreppunni felast í fullveldinu. Úrsögn úr ESB og nýr gjaldmiðill eru uppskriftin.
Ef Grikkir halda áfram innan ESB verður kreppan viðvarandi næstu áratugina.
Öfgahópurinn sem leiðir ríkisstjórnina í Aþenu er ekki líklegur til að móta framtíð Grikkja næstu árin, eins og sagnfræðingurinn Mark Mazower útskýrir skilmerkilega í New York Times.
Grísku hamfarirnar undanfarin hálfan áratug mun breyta Evrópusambandinu til frambúðar. Önnur tveggja leiða verður farin, að stækka og dýpka evru-samvinnuna eða að vinda ofan af samrunaferlinu.
Aukin evru-samvinna felur í sér klofning á Evrópusambandinu, þar sem þær þjóðir sem ekki eru með evru verða viðskila við evru-þjóðirnar.
Ef samrunaferlið er á enda komið er bjartsýni að trúa að umsnúningurinn verði án verulegra pólitískra og efnahagslegra vandræða.
Grikkir greiða atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafni Grikkir skilyrðum lánadrottna sinna munu vandamál þeirra aukast áður en þau munu smám saman fara batnandi. Samþykki Grikkir hins vegar skilyrði lánadrottnanna munu vandamál þeirra eingöngu fara versnandi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 5.7.2015 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.