Fáar fréttir af stærsta sigri íslensks stjórnmálamanns

Stærsti áfanginn í uppgjörinu við hrunið er afnám hafta á gjaldeyrisviðskipti. Þessum áfanga var náð með tvennum lögum um gjaldþrotabú föllnu bankanna. Þráðbein lína er á milli lykta Icesave-deilnanna og afnáms hafta.

Aðeins einn stjórnmálamaður íslenskur er með 100% feril frá Icesave-deilunum til dagsins í dag. Þegar aðrir voru sífellt á röngunni, t.d. allir stjórnmálamenn vinstriflokkanna, og sumir misstigu sig, t.d. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkti seinni Iceseve-lögin, þá var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarsóknarflokksins ávallt á réttunni.

Sigmundur Davíð og traustir bandamenn hans í þingliði framsóknarmanna, t.d. Vigdís Hauksdóttir, biluðu aldrei í ferlinu frá baráttunni við Breta og Hollendinga í Icesave og fram til loka haftanna.

Sigur Sigmundar Davíðs í þessu máli er stærsti sigur íslensks stjórnmálamanns í seinni tíma sögu okkar. Að fjölmiðlar skuli ekki bera forsætisráherra á höndum sér með viðhafnarviðtölum og ítarlegri greiningu á ferlinu frá Icesave-deilum til haftaloka sýnir að íslenskir fjölmiðlar eru ekki starfi sínu vaxnir.


mbl.is Sigmundur ánægður með samstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband