Þjóðaratkvæði eyðileggur þjóð og skemmir lýðræði

Grikkir fá eftirfarandi niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag:

í fyrsta lagi verður þjóðin klofin í herðar niður, já- og nei-sinna.

í öðru lagi verður Grikkland útmálað sem ruslríki án starfhæfrar ríkisstjórnar.

Alþjóðasamfélagið horfir skelfingu á lýðræðinu misþyrmt af vanhæfri ríkisstjórn þjóðar sem svindlaði sig inn í gjaldmiðlasamstarf og situr uppi með tvo ömurlega kosti, að lifa við evru-kreppu næstu áratugina eða leggja út á ókunn djúpmið með nýjum gjaldmiðli.

Grikkir kusu sér nýja ríkisstjórn í janúar til að ljúka samningum við lánadrottna sína í ESB-ríkjunum. Ríkisstjórn Alexi Tsipras var kosin í þetta eina verkefni. Hún klúðraði því stórkostlega og reynir að fela handvömmina með þjóðaratkvæðagreiðslu sem gerir illt verra.

Grikkir eiga enga vini lengur í alþjóðasamfélaginu, þótt víða sé samúð með grískum almenningi. Í vestrænum ríkjum verður hugsað með hryllingi til gríska samfélagsruglsins þar sem ríkisstjórn skipuð öfgamönnum til hægri og vinstri stráir salti í sviðna jörð. 

Þegar frá líður mun þessi sorglega atburðarás stórskemma lýðræðishugsjónina. Grikkir eru vestrænir meginhöfundar að lýðræði. Að einmitt þeir höggvi að rótum lýðræðisskipulagsins sýnir kaldhæðni sögunnar.


mbl.is „Nei“ mun ekki styrkja stöðu Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er nú samt, - að mikill meirihluti grikkja vill ekki missa Evruna.  Það eru aðeins 15% sem eru fylgjandi upptöku drökmu.

Eins og bent er á í pistli, eru vissulega vandamál bæði við já og nei.  Það er sama hvort verður ofan á, að vandamálin hverfa ekki.  

Efit atkvæðagreiðslun þarf að taka ákvarðanir sem grikkir hafa hummað fram af sér misserum saman.

Þó að niðurstaðan yrði nei, - þá verður það ekkert neinn vegvísir sem stjórnvöld geta byggt á.  Grískur almenningur vill ekki missa Evruna og ESB.

Sennilegast yrði besta atburðarrásin sú, að já yrði ofan á.  Það þýddi að ríkisstjórn Syrisa-Anel veikist og er nánast fallin, að mínu mati.

Þá þarf að hafa hraðar hendur.  Skipa stjórn Tæknikrata og bjarga því sem bjargað verður.  Þingkosningar geta svo orðið í haust eða á næsta ári.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2015 kl. 11:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Voru þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave svona slæmar? 

Ómar Ragnarsson, 3.7.2015 kl. 12:36

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þjóðaratkvæðin um Icesave voru ekki flótti ríkisstjórnar frá verkum sínum heldur umdeilt álitamál sem forsetinn vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í Icesave var álitamálið skýrt og afmarkað, átti þjóðin að bera ábyrgð á skuldum einkabanka eða ekki. Í Grikklandi er á huldu um  hvað er kosið.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 12:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er alveg sambærilegt.  Þeir sem studdu nei-vagninn hér uppi eru samt bara í afneitun gagnvart skaðanum sem þeir ollu og framsókn og sjallar hafa síðan svo öflug própagandatæki að þeir eiga auðvet með að rugla fólk í ríminu og sumir veigra sér við að ganga gegn línunni frá hægri-öflunum.  

Það var líka þessi hætta á stjórnleysi sem minnst var á í síðasta pistli hér á síðu.

Ef ekki hefði verið fyrir styrka stjórn þeirra SJS og Jóhönnu, þaulreyndra pólitíkusa, - þá veit eg eigi hvernig hefði getað farið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2015 kl. 13:46

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stærstu vandræðin hér á þessu kjörtímabili er reynsluleysi ráðamanna.

Það vandamál er öllum ljóst í Grikklandi sömuleiðis.

Og svo kalla landsmenn eftir enn meira reynsluleysi eins og staðan er núna í skoðanakönnunum.

Menn fæðast ekki með pólitíska hæfileika. Þeir koma með reynslunni.

Það er gott að endurnýja og fá inn nýjar hugmyndir en það er hættulegt að skipta um allt of marga allt of snöggt eins og sjá má hérna og í Grikklandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.7.2015 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband