Miðvikudagur, 1. júlí 2015
Rússar vefengja landamærin við ESB
Í Úkraínudeilunni standa Bandaríkin og Evrópusambandið saman að því verkefni að færa Úkraínu undir forræði ESB og Nato. Rússar telja það beina ögrun við sín öryggishagsmuni. Eystrasaltslöndin standa vel til höggs fyrir rússneskum hersveitum og það ætlar Pútín að nýta sér.
Með endurskoðun á lögmæti þess að Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen, fyrir 25 árum, opnar Pútín á þann möguleika að afturkalla viðurkenninguna. Þar með yrði þjóðréttarlegur vafi, a.m.k. hvað Rússland áhrærir, á stöðu Eystrasaltslandanna, sem öll tilheyra Evrópusambandinu.
Rússar ætla ekki að tapa friðnum í Austur-Evrópu og leyfa Bandaríkjunum, ESB og Nato að þrengja meira að sér.
Lái þeim hver sem vill.
Endurskoða viðurkenningu sjálfstæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HVAÐ KOMA bANDARÍKJAMÖNNUM VIÐ INNANSVEITAR MÁL Í RÚSSLANDI ? VILJA ÞEIR heimsstirjöld ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.7.2015 kl. 19:37
Góð spurning, Erla Magna.
Páll Vilhjálmsson, 1.7.2015 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.