Miðvikudagur, 1. júlí 2015
Tsipras dinglar í snöru Merkel
Angela Merkel kanslari Þýskalands ætlar ekki að semja við Tsipras forsætisráðherra Grikklands fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á sunnudag. Merkel ætlar ekki einu sinni að opna samningaviðræður við vinstri róttæklingana í Aþenu fyrir sunnudag. Skilaboðin frá Merkel eru þau að Evrópa þarf ekki á Grikklandi að halda.
Tsipras er búinn að spila út tveim síðustu trompumnum á þrem dögum. Hann boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag og í gær borgaði hann ekki af láni til AGS. Tsipras og fjármálaráðherra hans, Varoufakis, töldu að evran myndi hrynja ef Grikkland neitaði að borga.
Evran og hlutabréfamarkaðir í Evrópu eru yfirvegaðir þrátt fyrir grísku ókyrrðina. Þar með er ekki hægt að nota þá ógn lengur að stórfellt efnahagshrun leiði af grísku þjóðargjaldþroti.
Merkel og aðrir leiðtogar ESB-ríkja munu ekki flýta sér að bjarga Grikkjum frá sjálfum sér. Það breytir engu fyrir efnahagsástand Evrópu þótt Grikkir taki upp viðskiptahætti steinaldar og stundi vöruskiptaverslun vegna þess þeir eiga ekki evrur.
Tsipras varð forsætisráðherra í janúar, en það er ekki líklegt að hann endist út fyrstu vikuna í júlí.
Nýtt sáttaboð Grikklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.