Miðvikudagur, 1. júlí 2015
Tsipras gefst upp - eða segist gera það
Erlendir fjölmiðlar segja bréf forsætisráðherra Grikkja, Tsipras, til Euro-hópsins sem hefur öll ráð Grikkja í hendi sér, fela í sér uppgjöf gagnvart skilmálum lánadrottna.
Bankar í Grikklandi eru lokaðir og landið er gjaldþrota með því að greiða ekki afborgun til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þá er björgunaráætlun nr. 2 runnin út.
Tsipras biður um þriðju björgunaráætlun fyrir Grikki og lofar að efna skilmálana í þetta sinn. Sumir fjölmiðlar, t.d. Die Welt, spyrja hvers virði loforð Grikkja eru og þá sérstaklega Tsipras.
Án nýs björgunarpakka munu grískir bankar ekki opna í næstu viku, nema þá með drökmu sem lögeyri í landi Sókratesar.
Grikkland greiddi ekki AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur verið augljóst frá upphafi að Tsipras og co er engin alvara með hótunum sínum, þeir vilja vera áfram í ESB; þeirra krafa er fyrst og fremst að þýskir skattgreiðendur borgi fyrir gríska óreiðu.
Ærlegir menn hefðu farið þá leið að segja sig úr evru/ESB til þess að ná viðspyrnu og standa á eigin fótum en biðja ekki um meiri ölmusu. Miðað við fréttir virðist sem grískur almenningur endurómi viðhorf foringja síns.
Þssi þjóð hefur þegar sagt sig til sveitar í ESB og líklega verður ekki aftur snúið með það, skaðinn er þegar óbætanlegur.
Þorgeir Ragnarsson, 1.7.2015 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.