Þriðjudagur, 30. júní 2015
Grikkland er gjaldþrota (staðfest)
Grikkland stóð í kvöld ekki við afborgun á láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og er fyrsta landið í hinum vestræna heimi að gera það. Grikkland er þar með komið í flokk með löndum eins og Súdan, Sómalía og Zimbabwe.
Grísk stjórnvöld reyndu á síðustu stundu að fá framlengingu á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu, sem einnig rann út í kvöld. En eftir að Tsipras forsætisráðherra Grikklands boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu komandi sunnudag um skilyrði lánadrottna vegna neyðarlánsins var enginn vilji í Brussel að mæta óskum Grikkja. Steininn tók úr, að mati ESB, þegar Tsipras hvatti til þess að þjóðin hafnaði skilmálum neyðarlánsins.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fékk einnig ósk frá Grikkjum um framlengingu á láninu. Svar sjóðsins er að hann mun taka sér tíma að meta beiðni Grikkja.
Lánadrottnar munu flýta sér hægt gagnvart Grikklandi fram á sunnudag, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um skilmála á neyðarláni sem ekki er lengur í boði.
Dálítið absúrd, ekki satt?
Athugasemdir
Góður pistill. Meira svona, Páll!
Wilhelm Emilsson, 30.6.2015 kl. 23:52
Grikkland er ennþá til sem land,þótt gjaldþrota sé.Sögufræg menning þess lifir.-Þegar sjóðir og bankar voru varla fréttnæm fyrirbæri um miðja seinustu öld,hefði Grikkinn Onassis getað nánast keypt alla banka Evrópu!
Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2015 kl. 03:10
Það er allavega prinsippatriði að halda þessar kosningar og nei yrði staðfestinga á andstöðu við hina nýju útópíu ESB UM SEÐLABANKAVELDI. Alveg ný útópía og sennilega blóðugri og mannskæðari en aðrar útópíur 20. Aldar.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2015 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.