Þriðjudagur, 30. júní 2015
Tsipras tapar Aþenu
Borgarstjórinn í Aþenu krefst afsagnar Alexi Tsipras forsætisráherra eftir útifund í kvöld. Blaðamaður Guardian segist ekki hafa í fimm ár séð stærri mannsöfnuð á aðaltorgi Aþenu og í kvöld þegar stuðningsmenn ESB-aðildar Grikklands söfnuðust saman.
Ráðamenn Brussel munu í hljóði fagna óförum Tsipras sem er í hávegum hafur af andstæðingum efnahagsstefnu Evrópusambandsins.
Síðdegis reyndi Tsipras að fá með hraði samþykktan nýjan björgunarpakka fyrir Grikkland. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði að ekki yrði rætt við Grikki um nýja fyrirgreiðslu fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á sunnudag.
Ekki er víst að Tsipras verði enn í embætti á sunnudag.
Skuldahlutfallið 118% árið 2030 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.