Konur sem valdastétt - nauðgun verður pólitískt vopn

Konur eru orðnar valdastétt í samfélaginu. Þær eru búnar að leggja undir sig menntakerfið og  úthýsa körlum frá umræðunni um kvenveldið. Eftir því sem kvenveldið vex verður brýnna fyrir konur að koma sér upp pólitískri hugmyndafræði sem réttlætir forræði þeirra í samfélaginu.

Nauðgun er haldbesta pólitíska vopn róttækra femínista enda bið eftir því að konur taki framúr körlum á þeim vettvangi, a.m.k. eins og nauðgun er skilgreind í dag.

Einar Steingrímsson gerir að umtalsefni hversu langt konur ganga í nauðgunarumræðunni. Hann nefnir tvö nýleg dæmi þar sem tvær konur gerðu karla að kyni nauðgara. Einar ályktar

Talið um „drengina okkar sem nauðga“, um að karlar sem hópur kúgi konur sem hóp, hvað þá að nauðganir séu „eitt skýrasta birtingarform karllægra yfirráða í samfélaginu almennt“, eru af sama toga og hatursáróður gegn gyðingum eða múslimum eða konum. Hér er um að ræða það sem á ensku er kallað „guilt by association“, og gæti á íslensku heitið venslasekt, þar sem sök er klínt á saklaust fólk af því að það tilheyrir hópi sem ásakandinn hefur illan bifur á, vegna fordóma.

Með því að gera karla venslaseka um nauðgun er búin til orðræða sem gefur sér þá forsendu að karlar eru líklegir glæpamenn og því ófærir að axla ábyrgð í samfélaginu.

Orðræða með þá forsendu að karlar séu hættulegir gerendur en konur heiðarlegir þolendur réttlætir að samfélagsvöld færist í auknum mæli í hendur kvenna. Og áherslan á nauðgunarumræðuna þjónar einmitt þeim tilgangi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband