ESB er pólitískur rétttrúnaður sem hafnar lýðræði

Evrópusambandið þolir ekki nema eina lausn á hverju máli og hún skal vera sam-evrópsk. Gríska ríkisstjórnin vildi fara eigin leið að vinna bug á efnahagskreppunni, sem staðið hefur í sjö ár, en þá sagði Brussel nei.

Grísk stjórnvöld freista þess að fá lýðræðislegt umboð þjóðarinnar til að feta sjálfstæða braut úr kreppunni. Þá stíga leiðtogar annarra ESB-ríkja á stokk og krefjast þess að Grikkir skipti út sitjandi ríkisstjórn.

Framferði ESB gagnvart Grikkjum undirstrikar að lýðræði er einskins virði í Brussel.


mbl.is Vill losna við grísku stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband