Íslenskir vinstrimenn: Prag '68 og Aþena '15

Alexis Tsipras er hetja vinstrimanna um allan heim enda stendur hann upp í hárinu á afturhaldsöflunum í Brussel sem vilja knésetja forsætisráðherra Grikklands og gera útaf við vinstristjórnina í Aþenu.

Íslenskir vinstrimenn eru undantekningin frá reglunni. Þeir íslensku styðja kúgunarkröfur Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum. Á meðan frjálslyndir menn eins og Joseph Stiglitz og Paul Krugman styðja frelsiskröfur Grikkja bera íslenskir vinstrimenn blak af ESB, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson. Egill Helgason felur sig á bakvið tæknilegar spurningar um útfærsluna á þjóðaratkvæðagreiðslunni, og bloggar tvívegis um slík aukaatriði, Gríska spurningin og Óskýr spurning í skrítinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Annar spekingur vinstrimanna klifar á því að Grikkir verði áfram í evru-samstarfinu, - af því að Bandaríkjamenn vilja það. Gunnar Smári grípur til mestu móðgunar sem vinstrimenn eiga í fórum sínum nú um stundir og líkir Tsipras við Ólaf Ragnar Grímsson.

Ástæðan fyrir því að islenskir vinstrimenn neita að styðja Tsipras er elska þeirra á Evrópusambandinu. Íslenskir vinstrimenn eru í dag í sömu stöðu gagnvart ESB og þeir voru gagnvart Sovétríkjunum árið 1968. Skriðdrekar Varsjárbandalagsins kæfuðu vorið í Prag það ár en það var tilraun Alexander Dubcek í Tékkóslóvakíu að setja mennskt andlit á sósíalismann.

Dubcek sýndi fram á miskunnarleysi kommúnismans; Tsipras afhjúpar sviðna jörð ESB-ismans. En íslenskri vinstrimenn vilja hvorki sjá né heyra hörmungarsögur af dálæti þeirra, hvort heldur það sé með heimilisfestu í Moskvu eða Brussel.

Íslensk vinstripólitík er stöðug leit að röngum hesti til að veðja á.

 


mbl.is Hvetur kjósendur til að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita eigum við að senda þeim Sigmund og indefence. Sé ekki alveg skildleikan við innrásin í Tékkóslvíu 1968 og Grikkland. Það er ljóst að Grikkir eru nú þegar búnir að fá um 75% af skuldum við erlendar einkaaðila afskrifaðar og tóku jú við lánum bæði frá AGS og ESB gegn skilyrðum. Nú eru þetta nær eingöngu lán við aðrar þjóðir og AGS og ESB sem eru eftir. Aðvita verða þeir að fá einhverjar lækkanir en þeir verða að sýna á móti að þeir vilji breyta kerfinu hjá sér þannig að landið verði sjálfbært. T.d. kom mér á óvart að stórar stéttir i Grikklandi geta farið á eftirlaun upp úr 50 ára. Og skattur er ill innheimtanlegur nema að hann sé bundinn við rafmagn. Þessu hefur Grikkland aldrei haft efni á og hafa því falsað ríkisreikninga um árabil til að selja ríkisskuldabréf og til að fá styrki frá ESB:

 Þá verð ég að mhnna menn hér á að þó þeim sé illa við ESB þá erum við inni í því að hluta og afkoma okkar er að stórum hluta bundin því að þeim gangi vel að koma sér út úr þessari krísu. Við græðum ekkert á því að ESB hrynji og ýmis lönd þar með. Því að þá hefur það áhrif um allan heim og vörur okkar hætta að seljast eða lækka gríðarlega í verði.  Man ekki til þess að Grikkir hafi 2007 eða 2008 verið framarlega í flokki að hjálpa okkur heldur? Það gerðu t.d. Pólverjar og þó voru þeir í ESB!

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.6.2015 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband