Mánudagur, 29. júní 2015
Evran eða Tsipras, ESB eða Grikkland
Grikkir standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir haldi áfram að vera hornkerling ESB, hrakin og smáð sem þiggur bitlinga eða kjósa tilbaka tapað fullveldi og verða herrar í eign húsi.
Innan evru-samstarfsins og í ESB eru Grikklandi allar bjargir bannaðar. Eftir sjö ára kreppu er Grikkland ofurskuldugt, án hagvaxtar og með almennt atvinnuleysi upp á 25% - um 50% atvinnuleysi ungmenna.
Grikkir munu kjósa á milli fullveldis og ESB-aðildar.
Spurningin er: evra eða drakma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að það er rétt, að það standi til að kjósa um Evru eða Drökmu þar austur frá, - að þá liggur fyrir og hefur margoft komið fram að meirihluti grikkja vill Evru en vill alls ekki fá drökmu aftur. Það liggur fyrir og hefur margoft komið fram. Og þá hefur oftast vakið athygli hve mikill meirihluti vill Evru.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.6.2015 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.