Sunnudagur, 28. júní 2015
Steingrímur J. vildi já, Tsipras nei
Samanburður á afstöðu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. til Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunnar annars vegar og hins vegar ríkisstjórnar Grikklands til skilamála lánadrottna er virði eins bloggs.
Í fyrsta lagi var ríkisstjórn Jóhönnu Sig. knúin til þjóðaratkvæðagreiðslunnar af almenningi og forseta lýðveldisins. Í Grikklandi er það forsætisráðherrann sjálfur, Alexi Tsipras, sem boðar til þjóðaratkvæðis.
Í öðru lagi vildi Steingrímur J. fá já frá íslensku þjóðinni til að þóknast erlendum kröfuhöfum. Tsipras vill fá nei frá grísku þjóðinni. Og einmitt þessi afstaða fór verulega illa í ráðandi öfl í Þýskalandi. Stjórnmálaskýrandi FAZ segir Tsipras snúa Grikkjum ,,gegn Evrópu" með þessari afstöðu. Utanríkisráðherra Þýskalands segir Tsipras taka Grikki í ,,gíslingu" og það eru sterk orð frá þýskum ráðherra.
Munurinn á Steingrími J. og Alexi Tsipras er þá þessi: Steingrímur J. vildi að íslenska þjóðin kiknaði undan kröfum ríkisstjórnarinnar og erlendra kröfuhafa og segði já við Icesave. Tsipras vill að erlendir lánadrottnar beygi sig fyrir lýðræðislegum vilja grísku þjóðarinnar að taka ekki á sig frekari niðurskurð.
Steingrímur J. vildi já en fékk nei. Kjósendur refsuðu honum og Vg fyrir, Steingrímur missti formennskuna og flokkurinn helminginn af fylginu.
Tsipras vill nei en gæti fengið já enda þorir gríska þjóðin ekki að standa á eigin fótum eftir að hafa í áravís verið á framfæri Evrópusambandsins.
Og er þá ekki augljóst hvor sé meiri heybrók, Steingrímur J. eða Tsipras?
Merkel heldur á lyklinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur þorði að standa á sínu og taka óvinsæla ákvörðun á meðan Tsiparas þorir því ekki og ætlar þessvegna að láta þjóðina sjá um það - er ekki nokkuð ljóst hvor er heybrókin Páll? Tsiparas vill ekki fá nei frá grísku þjóðinni, enda fer hún þá á hausinn
Jón Bjarni, 28.6.2015 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.