Björt framtíð eyðileggur Samfylkingu, en átti að bjarga vinstripólitík

Björt framtíð var stofnuð með stuðningi forystumanna Samfylkingar, t.d. Össurar Skarphéðinssonar. Björt framtíð skyldi þjóna Samfylkingunni á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að breikka stuðninginn við ESB-umsókn Samfylkingar.

Andstæðingum ESB-aðildar tókst að einangra Samfylkinguna í umræðunni. Össur utanríkisráðherra átti erfitt með að útskýra fyrir ráðamönnum í Brussel hvers vegna aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi væri fylgjandi umsókninni. Björt framtíð skyldi tvöfalda þá flokka sem studdu ESB-leiðangurinn.

Í öðru lagi átti Björt framtíð að taka við óánægjufylgi frá Samfylkingu - til að það færi ekki á Vg, Hreyfinguna eða annað.

Þegar þingmaður Samfylkingar, Róbert Marshall, gekk til liðs við Bjarta framtíð gaf hann út yfirlýsingu sem smellpassaði málstað Samfylkingar. Í yfirlýsingunni segist Róbert hlynntur ESB-umsókninni og ennfremur að hann ætli að styðja ríkisstjórn Samfylkingar og Vg.

Vinstrimenn eins og Össur Skarphéðinsson töldu sér trú um að með því að fjölga stjórnmálaflokkum á vinstri vængnum væri hægt að safna fylgi á ólíkum forsendum. Björt framtíð átti að höfða til ,,kósi fólksins" sem leiddist harkan í pólitíkinni.

Plan Össurara og félaga gerði ekki ráð fyrir að flokkur eins og Píratar kæmi á sjónarsviðið. Píratar reru á þau mið að Samfylkingin, Björt framtíð og alli hinir væru klækjastjórnmál uppmáluð.

Árni Páll, sem er formaður Samfylkingar með einu atkvæði, þorir ekki að brydda á þeirri hugsun að tímabært sér að sameina vinstriflokkana. Hann veit sem er að Katrín Jakobsdóttir yrði fyrsti kostur til formanns. Árni Páll getur ekki snúið við blaðinu þótt við blasi að taktíkin ,,margir flokkar, mörg atkvæði" sé algerlega misheppnuð.

Björt framtíð reyndist vinstrimönnum ekki sá happafengur að var stefnt. Þvert á móti. Í kosningum til sveitastjórna sveik Björt framtíð vinstrimennskuna og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í tveim stórum bæjarfélögum, Kópavogi og Hafnarfirði.

Í stað þess að styrkja Samfylkinguna er Björt framtíð fleinn í flokksholdinu og tappar fylgi og lífsþrótti úr móðurflokknum. Klækjastjórnmál skila aldrei öðrum árangri en eymd og volæði.

 


mbl.is Hætti að tala sem „gamaldags flokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Svört framtíð og Björt í essinu sínu á aðalfundi LÍÚ gerðu útslagið laughing...

„Ég hef verið að læra ýmislegt um þorskígildi og allar þessar vitleysur út um allt. Ég hvet ykkur til að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri og ykkar flotta iðnaði og flottu vísindum sem á bak við hann er,“ sagði hún og bætti við: „Ég var ánægð að heyra, ég gat nú ekki verið hér í gær en ég heyrði í fréttum að sjávarútvegsráðherra sem er næstum því sveitungi minn líka. Hann talar um sátt og samvinnu í sjávarútvegi. Þetta höfum við og ég lagt mikla áherslu á. 

Níels A. Ársælsson., 28.6.2015 kl. 13:59

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir að rifja þessa ræðu Bjartar Ólafsdóttur þingmanns Bjartrar framtíðar. Hún var kostuleg. Hér er hlekkur á umfjöllun

http://www.dv.is/frettir/2013/11/10/framsendir-sms-fra-utgerdarmonnum-beint-til-radherra/?exit=feed

Með svona fólk á þingi er skiljanlegt að risið sé ekki hátt á pólitíkinni.

Páll Vilhjálmsson, 28.6.2015 kl. 14:41

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ræða Bjartar í Bjartri um Guðlastsfrumvarpið var svo böngulega illa orðuð og mikið rugl (skv. upptöku), að hún er skráð gerbreytt í þingtíðindin!

En það er rétt, að lymskan í Össuri (sem kannski var fjarstýrður af Brussel) kom í bakið á Samfykingunni.

Jón Valur Jensson, 28.6.2015 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband