Tsipras gefst upp á pólitík - lýðræði sem versti kosturinn

Tsipras forsætisráðherra Grikkja fékk kosningu í janúar út á loforð um að binda endi á sparnaðarkröfur ESB annars vegar og hins vegar að halda Grikkjum innan evru-samstarfsins og í ESB.

Tsipras gat aldrei fengið hvorttveggja; lánum fylgja skilyrði og neyðarlánum fylgja neyðarskilyrði. Eina leiðin til að komast hjá skilyrðum lánadrottna er að lýsa gríska ríkið gjaldþrota og taka upp nýjan gjaldmiðil í stað evru og það fæli í sér útgöngu úr ESB.

Í stað þess að velja skárri kostinn af þeim slæmum vísar Tispras málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir viku.

Það heitir að gefast upp á pólitík.

Með þjóðaratkvæðagreiðslunni gerist annað tveggja:

a. Grikkir samþykkja skilmála lánadrottna til að halda í evruna og ESB-aðild. Í framhaldi geta lánadrottnar gert en harðari kröfur á hendur Grikkjum enda komnir með lýðræðislegt lögmæti fyrir málstað sinn. Gríska ríkisstjórnin yrði í reynd umboðsstjórn Brussel.

b. Grikkir höfnuðu skilmálum lánadrottna og kysu sig út úr evru-samstarfi og ESB. Ríkisstjórnin yrði að bregðast við niðurstöðunni án þess að vera með pólitíska stefnumótun um framtíð peninga- og efnahagsmála landsins. Ríkisstjórnin væri rúin trausti bæði heima og erlendis, einmitt vegna þess að hún gafst upp á ögurstundu, sagði pass og vísaði málinu til almenna atkvæðagreiðslu með sama og engum fyrirvara.

Það mun koma í hlut Grikkja, þar sem lýðræðið varð til í fyrstu útgáfu, að sýna fram á að stundum er lýðræði versti kosturinn.


mbl.is Tsipras boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar kusu tvisvarf um Icesave. Var það svona slæmur kostur? 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2015 kl. 01:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar kusu tvisvar um Icesave. Var það svona slæmur kostur? 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2015 kl. 01:01

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góð spurning, Ómar, og flott að hún sé í tvíriti :) Vonandi svarar Páll.

Wilhelm Emilsson, 27.6.2015 kl. 01:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Besserwisser kallar leiðréttingu  tvírit,fáir á því caleberi nota orðið flott! 

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2015 kl. 02:53

5 Smámynd: Snorri Hansson

Páll þú skrifar góða grein en kemst að rangri niðurstöðu.

Ríkisstjórn Grikklands  fékk umboð þjóðarinnar til að láta reyna á að fá nýja samninga við lánveitendur.

Þær viðræður skila alls ekki árangri.

Ríkisstjórnin spyr þjóðina hvort ganga eigi að afarkostum eða ekki !

Hér er eru stjórnmál og líðræði í fullu gyldi og fylgt út í æsar.

Snorri Hansson, 27.6.2015 kl. 09:56

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunar gerðu ríkisstjórn Jóhönnu Sig. óstarfhæfa. Reynslan sýndi að Íslendingar þurftu einmitt á óstarfhæfri stjórn að halda; þannig komum við í veg fyrir ESB-ferlið og uppstokkun stjórnskipunarinnar. Öll kerfi okkar virkuðu; hér var atvinna, krónan þjónaði efnahagslífinu og laga- og réttarkerfið tók á bankaglæpum. Meðan öll kerfi virka skiptir ekki máli hvaða ríkisstjórn situr.

Grikkir, á hinn bóginn, búa við kerfi sem virka ekki. Skattheimta er t.d. í skötullíki og lífeyriskerfið er gjaldþrota o.frv. Grikkir þurfa nauðsynlega á starfhæfri ríksstjórn að halda.

Icesave þjóðaratkvæðagreiðslurnar styrktu Ísland; evru-atkvæðagreiðslan mun lama Grikkland.

Páll Vilhjálmsson, 27.6.2015 kl. 10:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Heilbrigðis- og menntakerfið hér er að hruni komið.  Félagslega kerfið allt í rifið og tætt eftir þjóðrembinga og framsjalla.   Hinir verst stæðu hundsaðir í hvívetna.  Enda þeir ekki hluti af þjóðinni samkvæmt framsókn og þjóðrembingum. 

Með Grikkland sérstaklega, að þá sést vel á þessum nýjasta snúningi hvurslags rugl er í gangi þarna.  Það er verra en hér.  Náttúrulega miklu miklu fjölmennara land og ruglið kemur allt öðruvísi út.  Annar sögulegur bakgrunnur o.s.frv.

En margir hafa verið í grimmri afneitun á ruglástandið í Grikklandi.  Menn vildu ekki viðurkenna að Tsipras og Syrisa væru lýðskrumarar af verstu gráðu.  Menn hljóta nú að fara að viðurkenna það núna.

Málið er ekki síst það sem fjármálaráðherra þýskalands orðaði svo vel.  Hann sagði, eitthvað á þá leið, að það væri ekki hægt að fara fram í kosningum í einu landi með það loforð að fólk í öðrum löndum borgaði skuldir þeirra.  Það væri bara ekki hægt.  Og Tsipras og Syrisa hefðu átt að hugsa útí það áður en þeir lofuðu því.

Gríðarvel orðað hjá þeim þýska.  Einfalt, sígilt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2015 kl. 11:18

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þetta er hárrétt hjá Ómari, vitnadi í þann þýska, það getur engin þjóð lofað sínum landsmönnum, að aðrir greiði skuldir þess!!! Fólki er tíðrætt, ennþá, um Icesave. Eins og þeir sem voru með því að vilja semja, hafi verið á móti. Það er svo fjarri lagi, að það hafi verið þeim að þakka, sem voru á móti, hver niðurstaðan var hjá EFTA dómstólnum. Þessir sömu aðilar, og stóðu að baki afneitun sinnar skuldar, komu henni á!!! Þeir eru ennþá nú við stjórn!!! Afneitaði því einhver, þegar Landsbankinn auglýsti, að Icesave væri ríkistryggð innlögn, NEI engin.Ekki Palli!!!

Jónas Ómar Snorrason, 27.6.2015 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband