Fimmtudagur, 18. júní 2015
Jörundur var okkar Napoleón
Í dag, 18. júní, eru 200 ár frá orustunni viđ Waterloo ţar sem Napoleón tapađi fyrir herjum Breta og Prússa. Napoleón er tvíeggjađur í sögunni. Hann er einrćđisherrann sem bar fram hugsjónir frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og brćđralag.
Enskir vinstrimenn eru tvíbentir í afstöđu sinni til arfleifđar herstjórans frá Korsíku sem talađi alltaf frönsku međ ítölskum hreim. Í einn stađ markađi Waterloo endalok yfirvofandi hćttu af franskri innrás í Bretland. Í annan stađ urđu afturhaldsöfl Evrópu ráđandi eftir Waterloo. Konungar, ađall og krikja í álfunni vildu hverfa tilbaka og ómerkja frönsku byltinguna.
Íslendingar eignuđust sinn Napoleón í Jörundi sem kallađur er hundadagakonungur. Sumariđ 1809, sex árum fyrir Waterloo, tók Jörundur völdin hér á landi í skjóli ensks kaupmanns sem vildi versla í friđi fyrir dönsku yfirvaldi. Jörundur hélt á lofti hugsjónum frönsku byltingarinnar og bođađi Íslendingum frelsi undan Dönum.
Íslendingar höfđu ekki áhuga á bođskap frönsku byltingarinnar. Anna Agnarsdóttir, helsti sérfrćđingur okkar um ţetta tímabil, segir um stjórnarbyltingu Jörundar
Frá sjónarmiđi Íslendinga var árangurinn hins vegar nćstum enginn. Jörgensen ćtlađi ađ koma miklu í verk en tíminn var of naumur. Hann var of snemma á ferđinni á Íslandi. Ólíkt Napóleon var hann ekki réttur mađur, á réttum tíma, á réttum stađ. Leiđtogi Íslendinga, Magnús Stephensen, hafđi enga trú á ađ Íslendingar vćru undir ţađ búnir ađ verđa sjálfstćđ ţjóđ.
Hugmyndir frönsku byltingarinnar fengu ávöxt upp úr miđri öldinni ţegar íslenskir menntamenn, t.d. Fjölnismenn og Jón Sigurđsson, fléttuđu ţćr inn íslenska sögu. Hálfdanska valdastéttin á Íslandi móađist gegn nýmćlum aldarinnar en almenningur tók undir fullveldiskröfur ţegar leiđ á 19. öld.
Jörundi, greyinu, var um megn ađ setja framandi hugmyndir inn í íslenskan veruleik. Hann var jú ađeins danskur túlkur.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.