Magna Carta og Gamli sáttmáli

Skilmálaskrá Englandskonungs viđ ađalsmenn og Gamli sáttmáli Íslendinga og Hákonar gamla Noregskonung eru 13. aldar skjöl um konungsvald og ţegna. 

Magna Carta er einar 60 greinar og tvćr viđbćtur. England er á ţröskuldi hámiđalda, ţegar kalţólska kirkjan og lénsveldiđ voru meginstólpar samfélagsins. Fyrsta grein skilmálaskrárinnar tekur til sjálfstćđis kirkjunnar og önnur greinin um erfđarétt lénsmanna.

Gamli sáttmáli segir ekkert um stöđu kirkjunnar. Íslenska gođakirkjan var rómversk ađ nafni en tćplega í reynd. Viđ kristnitökuna skiptu gođarnir um trú og innlimuđu kristni í heiđiđ samfélag.

Skilmálar Gamla sáttmála miđast viđ veraldlegt samfélag ţar sem rómarkirkjan var veik. Íslendingar vildu sex hafskip til Íslands, traustan erfđarétt í Noregi og undaţágu frá komugjöldum. Ţá áskildu gođarnir sér konungsembćtti sýslumanna og lögmanna og frábáđu sér útlendinga.

Magna Carta sýnir England á 13. öld dćmigert evrópskt miđaldasamfélag ţar sem kirkja, ađall og konungsvald réđu ferđinni. Ísland var samkvćmt Gamla sáttmála of fátćkt til ađ standa undir skipaferđum til og frá landinu. Eftir ófriđ Sturlungaaldar voru Íslendingar ekki í stakk búnir ađ gera ađrar kröfur en fá friđ og brauđ.

Magna Carta var skrifuđ á latínu, máli kirkjunnar. Gamli sáttmáli er á norrćnu, sameiginlegri tungu okkar og Norđmanna.


mbl.is Sýna upprunaleg eintök Magna Carta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síđuhafi skrifar: "Viđ kristnitökuna skiptu gođarnir um trú og innlimuđu kristni í heiđiđ samfélag." Ha? Ef ţessi lógík gengur upp, ţá hlýtur eftirfarandi ađ ganga upp líka: "Viđ kristnitökuna skiptu ímamarnir um trú og innlimuđu kristni í íslamískt samfélag." Ţetta meikar engan sens.

Wilhelm Emilsson, 15.6.2015 kl. 22:40

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ţetta međ ,,sex hafskip til Íslands" styrkir ţá kenningu ađ svokallađur Gamli sáttmáli sé falsađur og skrifađur löngu seinna en á 13. öld.  Sennilega frekar skrifađur um 1500.

Ţađ meikar engan sens ađ biđja um sex hafskip á 13. öld.  Ţađ var ekkert vandamál ţá.  Menn fóru fram og til baka til Evrópu eins og ekkert vćri.  Ţetta voru miklir Evrópumenn 13. aldar íslendingarnir.  Hinsvegar meikar sens ađ biđja um sex hafskip seinna ss. um 1500.

Talandi um sterk tengsl íslendinga eđa íslenskra höfđingja viđ Evrópu á 13. öld, má nefna ţađ ađ Snorri Sturluson var einu sinni međ áttatíu Austmenn alskjaldađa á Alţingi.  Áttatíu Austmenn, alvopnađa náttúrulega.  Ţetta sýnir ótrúlega mikil tengsl viđ Evrópu.  Svona atriđi sem mađur verđur hissa á.  Áttatíu Aystmenn alvopnađa.  Og svo réđi Snorri náttúrulega öllu á ţví ţingi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2015 kl. 23:19

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Íslendingar gáfu sér góđan tíma ađ verđa kristnir. Stjórnskipun ţjóđveldisins breyttist ekki viđ kristni. Ţađ tók um 100 ár ađ koma á tíund, sem er helsta tekjulind kirkjunnar. Á ţeim tíma urđu gođarnir kirkjuhöfđingjar, sátu kirkjustađi skattfrjálst enda voru stađirnir gefnir dýrđlingum međ áskilnađi um ráđstöfunarrétt gođans/kirkjuhöfđingjans og niđja hans.

Kaţólska kirkjan sigrađi ađ lokum kirkjuhöfđingjana um 1300, ţegar stađamálum lauk. Nćstu tvćr og hálfa öld varđ kaţólska kirkjan öflug, en ţađ er önnur saga.

Páll Vilhjálmsson, 16.6.2015 kl. 13:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband