Föstudagur, 12. júní 2015
Noregur sem verkfallsvopn
Hótun um að flytja frá Íslandi og hefja störf í Noregi er verkfallsvopn hjúkrunarfræðinga - en ekki BHM-liða enda lítil eftirspurn eftir þeim í landi forfeðranna.
Ástæða er til að hvetja sem flesta hjúkrunarfræðinga að hleypa heimdraganum og kynnast norskri þjóð og samfélagi.
Noregur er best í heimi - á eftir Íslandi.
Keep calm and heia Norge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dr. Vilhjálmur Örn hefur skrifað um að ekki er allt gull sem glóir í umræðunni um dýrðina í Noregi, sömuleiðis ræðir hann vanþakklæti þessara stétta vegna niðurgreiddu námslánanna og fleira fróðlegt,
Farið öll til Noregs, sem fyrst heitir einn af pistlunum hans :
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1561811/
.
Lygaherferð íslenskra lækna heitir annar pistill hans :
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1558624/
.
Saxi læknir á förum til Noregs heitir enn einn pistill hans :
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1322831/
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2015 kl. 15:12
Við íslendingar ætlum vonandi að halda áfram að lifa hér norður frá.
Til þess að það geti gerst í þokkalegri sátt þá væri vænt um að Norðmennirnir færu heim til sín til að segja sögur af þessum kjánalegu íslendingum, sem eru ekki Norðmenn.
Í Noregi er allt merkilegt og í skóginum eru tré sem eru langtré en á bæjunum eru þver tré.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.6.2015 kl. 20:05
Já tek undir þetta; "Noregur er best í heimi - á eftir Íslandi"
Enda bæði Noregur og Ísland utan Evrópusambandsins !
Gunnlaugur I., 14.6.2015 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.