Opinberir starfsmenn: aumingjar eða hysknir?

Ef ekki er hægt að útskýra tvöfalt meiri fjarveru opinberra starfsmanna en starfsfólks í einkageiranum með breytum eins og aldri eða kyni liggur beint við að álykta að annað tveggja eru þeir heilsulitlir vesalingar eða svikulir.

Hvort heldur sem er geta opinberir starfsmenn ekki farið fram á sömu laun og starfsfólk á almennum vinnumarkaði.

Aumingjagæska leiðir til ófarnaðar með líkum hætti og í orðtakinu um að kálfurinn launi ekki ofeldið.

Til að stemma stigu við aumingjavæðingunni er nærtækt að setja á fót launakerfi hjá hinu opinbera sem verðlaunar iðna starfsmenn - t.d. þá sem mæta í vinnu.

 


mbl.is Veikindi tvöföld hjá hinu opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikið talað um nú að "meta menntun til launa" en hvað með starfsöryggið?  Kunningi minn sem greindist með ólæknandi sjúkdóm, fyrir nokkrum árum, sagðist hafa verið svo "heppinn" að vera í vinnu hjá því opinbera þegar hann greindist.  Hann var mikið frá vinnu og eins og hann sagði "ef hann hefði verið í einkageiranum, hefði verið búið að láta hann fara fyrir löngu síðan".  Á ekki líka að meta þetta??????

Jóhann Elíasson, 10.6.2015 kl. 12:21

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri kannski nær að flokka opinbera starfsmenn eftir því hvort að þeir færu með eitthvert leiðtogahlutverk sem sem krefðist frumkæðis til að leiða aðra inn í framtíðina.

Eins og forseta-hlutverkið, biskups-embættið eða  Háskólarektors-embættið.

Eða hvort að starfsfólkið vinni bara samkvæmt staðlaðri verklýsingu þar sem að ekki eru gerðar of miklar kröfur um árangur.

Jón Þórhallsson, 10.6.2015 kl. 13:38

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Í uppvextinum minnist ég umræðu um að ríkisstarfsmenn fái lægri laun eg sambærilegt starf fengi á almennum vinnumarkaði þar sem lífeyrir ríkisstarfsmanna vægi svo þungt á móti miðað við almennan markað.

Enda sjá menn að þeir einu sem ekki hafa orðið að sæta skerðingu eftir hrun á lífeyrisréttindum sínum eru ....... einmitt ríkisstarfsmenn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.6.2015 kl. 13:56

4 Smámynd: Mindfullness

Hvernig lítur þetta út í kjarasamningum opinberra starfsmanna......" þið fáið bara 1% launahækkun ef þið skilduð vera svo"heppin" að verða veik, því að þið verðið  ekki rekin"

Mindfullness, 10.6.2015 kl. 16:40

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er ég opinber starfmaður sem reyndar er svo heppinn að hafa ekki tekið nema svona 10 til 15 veikinda daga síðustu 30 árin. Aðallega vegna aðgerða. En menn verða að muna að um helmingur starfsmanna ríkisins eru að vinna með fólk og sérstaklega sjúka. Þ.e. á öllum sjúkrahúsum. Held að það væri ekki vinsælt að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri hóstandi yfir sjúklingum. Eisn er með t.d. okkur sem störfum við að aðstoða fólk sem er fatlað og vinna hjá sveitarfélögunum. Eisn er þetta oft vaktavinna og fólk ætti að skoða hvernig það er vinna kvöldvaktir rótkvefaður!

Eins eins og ég sagði áður þá hef ég persónulega sloppið vel en ég er líka yfirmaður og því veit ég að flestir starfsmenn eru frá vinnu vegna raunverulegra veikinda skv. læknisvottorðum.

Menn verða að muna að 2/3 opinberra starfsmanna vinna í heilbrigðiskerfinu og í kennslu og beinni þjónustu við fólk. Oft undir miklu álagi og svo skítkasti frá fólki t.d. hér. Og það fyrir lítil laun margir. !

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2015 kl. 17:38

6 identicon

Samkvæmt yfirmanni mínum á LSH þá er mikið af þessu vegna þess að veikindadagar eru taldir á einkennilegan hátt hjá hinu opinbera.

Ef þú ert veikur daginn fyrir helgi eða annan frídag þá telst frídagurinn með sem veikindadagur. Þetta veldur því að ef þú ert veikur á föstudegi og mætir á mánudaginn þá telstu hafa verið veikur í þrjá daga.

Fjöldi veikinda er síðan auðvelt að útskýra að mestu með þeim staðreyndum að flestir opinberir starfsmenn vinna í kringum ummönum veikra einstaklinga og verða því mun meira fyrir veikindum.

Það eru auðvitað til svartir sauðir og lélegir yfirmenn sem taka ekki á vandamálum sem eru á þeirra könnu en mín reynsla er ekki að fólk komist upp með einkennilega mikið af veikindum á LSH allavegana.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband