Þriðjudagur, 9. júní 2015
Obama og ferlið frá morði til stríðs
Fyrir rúmri öld hófst fyrri heimsstyrjöld í kjölfar þess að krakkakjánar skutu ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands. Sumum finnst ódæðið hetjudáð. Bókin sem þykir best lýsa ferlinu frá morði til stríðs heitir Svefngenglar. Bókin tíundar dómgreindarskort ráðandi einstaklinga í stærstu ríkjum Evrópu í þær fáu sumarvikur þar sem örlög Evrópu réðust fyrir hundrað árum.
Orð Obama um að Pútin Rússlandsforseti ætli sér að endurreisa Sovétríkin eru dómgreindarlaus. Pútín getur ekki endurreist Sovétríkin. Þau byggðu á kommúnisma og forseti Rússa býr ekki að neinni þeirri hugmyndafræði sem er stærri en hann sjálfur. Pútín er maður en ekki hugmyndafræði.
Morð eru framin í Úkraínu þessa dagana. Vesturlöndum er betur þjónað með skilningi á eðli morðanna og samhengi þeirra við öryggishagsmuni Austur-Evrópu en vanþekkingu Obama forseta Bandaríkjanna. Sagan kennir að ferlið frá morði til stríðs getur verið stutt.
Obama harðorður í garð Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skildi þó aldrei vera að ráðamenn óttist hvers annars heims útþurrkunar stríðstól,vitandi að hvorugir eru englar alheimsins.
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2015 kl. 23:55
Páll
Áttu við að Putin sé hugsjónalaus; svo er ekki. Hans hugsjón er Stór-Rússland. Hann telur viss lönd e.k. skekkju. Það á við um Kazakstan, Úkraínu og fleiri lönd. Kannski er þekking Obama meiri en þig grunar - og vanþekking annarra meiri en þá grunar.
Kv.
Einar S. Hálfdánarson
Einar Sveinn Hálfdánarson, 11.6.2015 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.