Sunnudagur, 7. júní 2015
Jafnaðarlandið Ísland - pólitísk yfirborðsókyrrð
Samhengi er á milli tekjujafnaðar og samheldni samfélaga. Almennt gildir að eftir því sem tekjuójöfnuður er meiri er minni samheldni. Skortur á samheldni lýsir sér í pólitískri ólgu og jafnvel óeirðum, í versta falli borgarastríði.
Ísland skorar hátt á þjóðríkjalista yfir jöfnuð. 10% ríkustu hér á landi eru að jafnaði með 5,6 sinnum hærri laun en þeir 10% fátækustu, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu. Eftir hrun jókst tekjujafnrétti til muna og allar líkur eru á að jafnréttið haldist.
Með traust tekjujafnrétti að baklandi er líklegt að sá hávaði sem nú einkennir stjórnmálaumræðuna verði skilgreindur sem pólitísk yfirborðsókyrrð, svona þegar moldin hættir að rjúka í logni.
Athugasemdir
Eitt atriði gleymist sem hefur áhrif: Hver eru kjör þeirra lægst launuðu? Ef þau eru áberandi lakari en í öðrum löndum verður ókyrrð út af því, að ekki sé talað um ef nær allir eru með þann "jöfnuð" að hafa svona léleg kjör.
Ómar Ragnarsson, 7.6.2015 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.