Laugardagur, 6. júní 2015
Þingmenn til liðs við fjárkúgara
Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir ganga til liðs við fjárkúgara þegar þau taka undir með blaðamannasystrunum sem reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu forsætisráherra.
Systurnar hótuðu ,,vægðarlausri umfjöllun" ef þeim yrði ekki greiddar milljónir króna.
Þingmenn, sem stuðla að því að hótun systranna nái fram að ganga, réttlæta fjárkúgun sem meðal í pólitískri umræðu.
Og það er sorglegt að Píratar og Björt framtíð eru komin á þetta plan.
Pólitísk bellibrögð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sko ég er ekkert að verja þessar systur! En finnst furðuleg þessi kenning að þingmenn hafi gengið til liðs við fjárkúgara. Fyrir það fyrsta þá komust þær ekki upp með fjárkúgun sína. Svo fer fólk væntanlega ekki í svona leiðangur nema að hafa eitthvað til að kúga með. Nú ef þetta er bara vitleysa hjá þeim þá eru þær enn vitlausri en þær sýndu með þessu. En finnst alveg furðulegt ef þær hafa ekkert í höndunum að láta sér detta þetta í hug!
En svo líka er rétt að benda á að þetta voru ekki flokkarnir Píratar eða Björt framtíð heldur einstakir þingmenn Róbert og Birgitta sem létu þessi orð falla!
Svona svipað og þegar Vigdís Hauksdóttir er sífellt að reyna að koma Steingrími fyrir landsdóm eða saka hann um landráð!
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2015 kl. 00:28
Ég er sammála þér. Einnig finnst mér að blaðamaðurinn sem birti upplýsingar um efni hótunar í bréfinu samsekur með því að taka þátt í að framkvæma hótunina.
Kristján H. Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 00:30
Það þarf að rannsaka þennan leka hjá lögreglunni.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2015 kl. 00:45
Það er hægt að segja sér það fyrir fram,hvernig þessi spyrða hagar sér á þingi.
Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2015 kl. 01:24
Þingflokksformaður sjallaflokks gengur harðast fram. Það er athyglisvert.
Að öðru leiti með þetta bréf, að hvað vitum við hvað stóð í bréfinu? Við vitum það ekki fyrir víst. Vitum það ekki nema að bréfið verði gert opinbert.
Hvaðan komu upplýsingarnar upphaflega? Frá lögreglunni? Efa það.
Hljómaði eins og það kæmi frá ríkisstjórninni eða allavega í samráði við hana.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 01:25
Athyglisverð kenning Ómar Bjarki, að forsætisráðherra hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla um yfirstandandi lögreglurannsókn?
Kannski ekki mjög frumleg, en samt athyglisverð.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2015 kl. 01:42
Og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Ég veit að þú sérð fyrstu setninguna bara sem eitthvað geimverumál enda ertu stjarnfræðilega staurblindur á allt í kringum þig nema þinn eigin hugarheim og flokksins þíns.
Gísli Friðrik, 7.6.2015 kl. 02:17
Sigmundur á bara að upplýsa um málið.
Það vita allir um tengsl Framsóknarflokksins og MP Banka.
Framsóknarflokkurinn gaf t.d MP Banka 100% afslátt af bankaskattinum. Það var einsog lögin voru sérsaumuð fyrir MP Banka.
sleggjuhvellur, 7.6.2015 kl. 08:36
Þetta er ekki beint kenning hjá mér.
Eg er bara að benda á, að við vitum ekkert hvað nákvæmlega stendur í meintu bréfi.
Við vitum heldur ekki hvaðan vísir fékk upplýsingarnar fyrst. Við vitum ekkert hvort þær komu frá löggunni.
Það er margt óljóst í þessu máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 10:45
Ómar í sleggudómum og hismi í staðreynda stað. Það er háttur hans og kemur ekki á óvart.
Aðalatriðið er vissulega að glæpur var framinn sem varðar meðal annars við hegningarlög og varðar sektum og fangelsi ef dómara sýnist svo.
Að reyna að fela blaðamannaglæpasysturnar í ryki sem Ómar og hans líkar í flokki Hildiríðarsona þessa lands þyrla upp um þolandann í þessu máli er auðvitað heimsfrétt. Önnur eins fíflska hefur ekki sést lengi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2015 kl. 10:59
Prédikari, vertu málefnalegur vinur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 12:34
Er villa í því sem þarmna er fram sett Ómar ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2015 kl. 13:10
Þú ert bara of blindur í framsjallamennsku þinni og þessvegna verðurðu alltaf ómálefnaegur.
Það liggur fyrir að við vitum ekki hvað stóð nákvæmlega í meintu bréfi.
Bréfið ber því að gera opinbert án tafar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 14:35
Ómar
Enn sannar þú mál mitt.
Um er að ræða glæpsamlega tilraun til fjárkýgunar og engu skiotir í því sambandi hvað srendur nákvæmlega í btéfinu annað en það.
Glæðurinn liggur hjá systrunum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2015 kl. 14:40
Til einföldunnar má segja að etta séu tvö mál. Fjárkúgunarmálið og í annan stað bakgrunnur þess máls.
Það er óhjákvæmilegt að bakgrunnurinn verði ræddur. Óhjákvæmilegt.
Að halda að fólk muni bara loka á bakgrunninn er óraunsætt.
Ég ætla ekki einu sinni að segja hvað maður heyrir fólk tala um í þessu sambandi. En m.a. heyrir maður að það hafi raun staðið meira í bréfinu en sagt var opinberlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2015 kl. 14:55
Ómar
Vá !!!
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2015 kl. 15:01
Sem sagt "glæpurinn" fjárkúgun - var eiginlega enginn glæpur eða mjög lítill af því að það er alveg hugsanlega mögulegt að sá sem fyrir glæpnum varð hafi eiginlega alveg mögulega haft eitthvað illt á samviskunni eða alla vegana mætti hugsa sér að hann hefði það alla vegana í huga !
Gunnlaugur I., 8.6.2015 kl. 02:31
Ekki dettur mér í hug að verja fjárkúgun, enda glæpur. En þetta eru samt sem áður 2 aðskilin mál, fjárkúgunin er leyst, sem er eitt málið. Hitt málið stendur eftir, um hvað snerist fjákúgunin? Fólk verður nefnilega að átta sig á, að verið er að fjalla um forsætisráðherra, ekki Jón Jónason út í bæ. Það þíðir, að innihald fjárkúgunarinar verður að upplýsa, því eðli málsins, þá er það næsta víst, að um viðkvæmar upplýsingar um SDG er að ræða, sem skiptir almenning máli að séu uppi á borðum.
Jónas Ómar Snorrason, 8.6.2015 kl. 11:10
Jónas.
Það sem komið hefur fram er að bréfið var sent til eiginkonu forsætisráðherrans þannig að málið hlýtur að varða eitthvað sem tengist henni ekki satt ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.6.2015 kl. 15:23
Þó bréfið sé stílað á eiginkonuna, sem má vel vera, þíðir það ekki, að innihaldið sé ekki til SDG, en þetta hlítur að upplýsast.
Jónas Ómar Snorrason, 8.6.2015 kl. 18:15
Sjáum við Blaðamannafélag Íslands ávíta þessar tvær blaðakonur fyrir það að misfara með svona gróflegum hætti umboð sitt og völd. Brjóta allar siðareglur góðra blaðamanna og að auki gerast brotlegar á hegningarlöggjöfinni. Nei sannið þið til þessi Samfylkingarklúbbur BÍ á ekki eftir að lyfta litla fingri ! Hræsnin þar á bæ er svo svæsinn !
Gunnlaugur I., 9.6.2015 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.