Þriðjudagur, 2. júní 2015
Malín Brand er RÚV-ari
Fréttastofa RÚV gerir Framsóknarflokkinn að skotmarki fjárkúgunarmálinu. Fréttastofan fullyrðir að Björn Ingi Hrafnson sé flokksbróðir forsætisráðherra. Björn Ingi á ekki aðild að málinu, sem snýst um tilraun systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand að kúga fé úr forsætisráðherra.
Í frétt RÚV er ekki tekið fram að Malín var til skamms tíma fréttamaður RÚV. Hún sat t.d. á sakabekk með fyrrverandi fréttastjóra RÚV, Óðni Jónssyni.
Hafi RÚV minnsta áhuga að upplýsa baksvið fjárkúgunarmálsins er nærtækara að segja frá störfum Malínar Brand fyrir RÚV fremur en að draga framsóknarmennsku Björns Inga inn í málið.
En RÚV stundar ekki fréttamennsku heldur áróður þegar kemur að fréttum um stjórnmál.
![]() |
„Hann á ekki hlut í blaðinu“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En Malín er blaðamaður á Morgunblaðinu, hvernig tengist morgunblaðið þessu?
Jón Ragnarsson, 2.6.2015 kl. 15:23
Spurðu fréttastofu RÚV.
Páll Vilhjálmsson, 2.6.2015 kl. 15:28
Með barnalegustu færslum hér á blog.is sem ég hef lesið lengi!
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2015 kl. 16:58
Jæja Palli, "the one in the whole universe" sá sem allt veit, og hefur útskýringar á öllum og öllu. Djö.snillingur sem þú ert!
Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 17:28
Á morgun verður pressan búin að gera fórnarlömb úr þessum dum-bells. Sjáið bara til.
Ragnhildur Kolka, 2.6.2015 kl. 17:28
Og þú bloggar ekki heldur hægir þér í gegnum fingurnar.
Gísli Friðrik, 2.6.2015 kl. 17:41
Magnús
Í þeim ert þú með mestu snillingum bloggsins en ekki Páll
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.6.2015 kl. 17:42
var þetta brand Ari?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2015 kl. 18:33
Björn Ingi var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Aðstoðarmaður ráðherra flokksins ef ég man rétt. En hér að ofan má sjá, að það virðist ámælisvert að nefna það.
Ómar Ragnarsson, 2.6.2015 kl. 20:34
Óðinn og Malín voru sýknuð í máli á sínum tíma. Siðann hvenær heitir það að "sitja á sakabekk"?
Ómar Ragnarsson, 2.6.2015 kl. 20:36
Ég vona að Malín hafi ekki verið í Laugarnesskóla, það væri ljótt að draga hann inn í þetta mál.
Jón Páll Garðarsson, 2.6.2015 kl. 23:45
Er það ekki rétt fullyrðing að Björn Ingi sé framsóknarmaður?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 00:51
Hver er glæpurinn, fjárkúgun af verstu sort eða að vera Framsóknarmaður?
Hver eru aðalatriði málsins að mati fréttastofu rúv?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2015 kl. 11:41
Hótun um að beita fjölmiðlum ef ekki verði orðið við átta milljóna króna kröfu.
Mikill er máttur fjölmiðla.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.6.2015 kl. 11:42
Af hverju átta milljónir? Rúnna ekki allir upp að næsta tug nú til dags?
Ragnhildur Kolka, 3.6.2015 kl. 15:58
...Greinilegt að sumum finnst bara töff að "fremja glæp " Hætt er þó við að kveðið hefði við annann tón ef her hefði einhver úr röðum vinstri manna verið orðaður við hlutina og ekki sist hja Rúv ,sem er orðin einn subbuleasti fjölmiðillinn i dag !
rhansen, 3.6.2015 kl. 18:12
Er Malin RÚV Brand-ari?
Benedikt V. Warén, 4.6.2015 kl. 13:49
Að reyna kúga fé út úr forsætisráðherra með upplýsingum um óheiðarleika hans er eins og að hóta sundlaugargesti í Vesturbæjarlauginni að sulla yfir hann vatnsglasi.
Jón Páll Garðarsson, 4.6.2015 kl. 21:01
Jón P
Hefurðu verki með vidku þinni hinni óendanlegu '
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.6.2015 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.