Sunnudagur, 31. maí 2015
Launajöfnuður, menntun og sanngirni
Nýir kjarasamningar stuðla að launajöfnuði í landinu. Þau tíðindi ættu að vekja jákvæð viðbrögð hjá þeim sem tíðast kenna sig við jöfnuð, þ.e. vinstriflokkana. En í stað fagnaðar kemur gagnrýni um að kjarasamningarnar séu ,,aðför að menntun í landinu."
Gagnrýnin byggir á þröngum skilningi á menntun, að hún sé til að fá hærra kaup. Menntun er annað og meira en klifur upp launatöflu. Menntun er tækifæri einstaklingsins að auðga sjálfan sig af skilningi, þekkingu og færni. Samfélagið nýtur góðs af menntun einstaklinganna með því að þeir skapa verðmæti, bæði óforgengileg á sviði menningar og efnisleg í formi tækni. Hvorttveggja stuðlar að bættum lífskjörum í viðum skilningi.
Það ber lýðveldinu fagurt vitni að jöfn tækifæri eru fyrir alla að afla sér menntunar með skólagöngu frá sex ára aldri til þrítugs.
Á hitt er engu að síður að líta að meðan einstaklingurinn menntar sig aflar hann ekki tekna, nema með aukastörfum. Allur þorri þeirra sem eiga að baki langskólanám eru stórskuldugir LÍN.
Sanngirnismál er að langskólafólk glími ekki við skuldaklafa í áravís eftir að námi lýkur. Til framtíðar ætti LÍN að verða SÍN - Styrktarsjóður íslenskra námsmanna. Þangað til gæti ríkisvaldið sýnt hug sinn til menntunar með því að greiða niður námsskuldir langskólafólks í tengslum við kjarasamninga.
Að þessu gefnu gætum við með góðri samvisku varið sjónarmið launajöfnuðar.
Vigdís: Ekki aðför að menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.