Áhöfn þjóðarskútunnar er landsbyggðarfólk

Hugmyndin um þjóðarskútuna og frænku hennar, þjóðarkökuna, er tamari fólki á landsbyggðinni en í höfuðborginni.

Á tímum útrásar varð til hugmyndin um borgríkið Ísland, í merkingunni að Reykjavík 101 væri fjármálaleg og menningarleg miðja en afgangur landsins fremur ómerkilegt jaðarsvæði.

Hrunið svipti hulunni af blekkingunni um borgríkið. Þeir atvinnuvegir sem lyftu landinu úr kreppunni eru fremur á landsbyggðinni en Reykjavík: ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður.

Miðsvæði stjórnmálanna er enn Reykjavík. Enda eru þau föst kreppunni.


mbl.is Öll í báti sem heitir íslensk þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú kenning að 70% þjóðarinnar séu afætur á kostnað 30% þjóðarinnar gengur ekki upp né heldur sú úrelta hugsun að höfuðborgarsvæðið nái bara upp í Mosfellsbæ og suður í Hafnarfjörð. Allt svæðið frá Borgarnesi austur að Þjórsá og suður um Suðurnes er eitt atvinnusvæði. 

Á því svæði er meira en 60% orkufreks iðnaðar, og að minnsta kosti helmingur ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins. 

Enn verri er sú hugsun sumra á höfuðborgarsvæðinu að endilega þurfi að þjappa öllum saman sem næst hinni gömlu miðborg Reykjavíkur. 

Án öflugrar búsetu, menntunar og atvinnu á landsbyggðinni eru þjóðarvitund, þjóðmenning og sjálfsmynd Íslendinga eyðilögð. 

Ómar Ragnarsson, 31.5.2015 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband