Stóra-Skagafjarðarmálið og rústir reykvíska lýðveldisins

Stóra-Skagafjarðarmálið grípur á stöðu íslenskra stjórnmála. Dæmigerður fulltrúi reykvískra stjórnmála, Birgitta Jónsdóttir pírati, líkir Skagafirði við Sikiley, með þeim undirmálum að Íslandi stjórni skagfirsk mafía.

Skagafjörður er í þessu samhengi fulltrúi landsbyggðarinnar andspænis Reykjavík. Orð Birgittu lýsa örvæntingu reykvískrar stjórnmálamenningar sem geldur hvert afhroðið á fætur öðru.

Eftir búsáhaldabyltinguna réðu reykvískar stjórnmálaáherslur ferðinni. Öll stærri mál vinstristjórnar Jóhönnu Sig. eru reykvísk: ESB-umsóknin, kvótaumræðan og ný stjórnarskrá eru hugðarefni Reykvíkinga fremur en íbúa landsbyggðarinnar. Og öll fóru þessi mál á versta veg fyrir höfuðborgarliðið.

Eftir að Jón Gnarr brást sem foringi reykvískrar stjórnmálamenningar myndaðist tómarúm sem ekki hefur verið fyllt. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlaði sér í þetta tómarúm en fékk ekki til þess fylgi. Greining Gísla Marteins er að íslensk stjórnmál séu ónýt, en hann á vitanlega við að reykvísk stjórnmálamenning er í upplausn.

Aðrir spámenn án föðurlands að þessu leyti eru Benedikt Jóhannesson, sem vill stofna Viðreisn, og Gunnar Smári Egilsson er ætlaði sér að stofna Noregsflokk, til að Ísland yrði fylki Noregs. Gunnar Smári sér Ísland reykvískum gleraugum.

Birgitta Jónsdóttir er helsti samnefnari reykvískrar stjórnmálamenningar nú um stundir. Samlíking hennar á Skagafirði og Sikiley er í ætt við stórkarlalegar yfirlýsingar skoðanasystkina hennar um að Ísland ætti að ganga í ESB til að stjórna þar málum, selja útlendingum kvótann og stofna reykvískt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.

Draumurinn um reykvíska lýðveldið leið undir lok með borgarstjóraferli Jóns Gnarr. Birgitta er bara svolítið sein að kveikja á fattaranum.


mbl.is Vilja að Birgitta biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Villtur.

Sigurður Haraldsson, 30.5.2015 kl. 12:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér á ég að gefnu tilefni BIRGITTUBRAG og fleiri innlegg (smellið):  

http://www.visir.is/sveitarfelag-skagafjardar-krefst-opinberrar-afsokunarbeidni-fra-birgittu/article/2015150528845

Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 13:41

3 Smámynd: Snorri Hansson

Það er alveg greinilegt að þegar einsmáls flokkarnir eru búnir að tapa málinu sínu.

 Bæði í sjálfu  ESB og heima.  Er það reiðin, hefndar  og  niðurrifs viljinn sem stendur eftir.

Snorri Hansson, 30.5.2015 kl. 16:42

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er ljótur leikur að etja Reykvíkingum gegn landsbyggðunum. Það er jafn slæmt og að líkja Skagfirðingum við mafíósa. Birgitta mátti alveg nefna Þórólf Gíslason á nafn. Þá hefði enginn móðgast. Því það er klárt mál að þegar menn eru farnir að blanda eigin fjárfestingum við fjármál félaga sem þeim er falið að stýra eins og Þórólfur gerir þá á að víkja honum úr starfi. Það ættu eigendur KS sem eru jú fólkið í Skagafirði alvarlega að íhuga í stað þess að fara fram á afsökunarbeiðni. Þegar búið er að reka Þórólf Gíslason úr starfi Kaupfélagsstjóra þá mun Birgitta örugglega biðja alla hlutaðeigendur afsökunar að fyrra bragði.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.5.2015 kl. 17:51

5 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Er Birgitta ekki Skagfirðingur sjálf?

Garðar Valur Hallfreðsson, 30.5.2015 kl. 19:04

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Voðalega er þetta undarleg árátta að reyna að tefla landsbyggðinni gegn Reykvíkingum. Þetta er líka svo óþjóðlegt. 

Wilhelm Emilsson, 31.5.2015 kl. 01:22

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er þetta ekki elsta trixið í bókini um það, hvernig eigi að viðhalda misvægi atkvæða milli RVK. og landsbyggðar, að etja þeim saman.

Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2015 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband