Ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs festir sig í sessi sem ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar. Millistéttin fær bæði launahækkanir og skattalækkun. Sérúræði eru fyrir láglaunahópa, vegna húsnæðismála, og hátekjufólkið, með hærra skattþrepi eftir 700 þús. kr. mánaðarlaun.

Einhver hrossakaup fylgja samningum í tengslum við kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin færa peninga til að leika sér með í menntamálum. Þá fær verkalýðshreyfingin aðkomu að mót­un vinnu­markaðsstefnu og skipu­lagi vinnu­markaðsmá­la.

Töluverð áhætta er tekin með launahækkunum og skattalækkunum. Verðbólga gæti farið af stað, og mun gera það að einhverju marki, ásamt þenslu í atvinnulífinu. Hvorttveggja kallar á vaxtahækkanir.

Á móti kemur að kjarasamningarnir eru til rúmlega þriggja ára og skapa forsendur fyrir stöðugleika.

Ungir forystumenn ríkisstjórnarinnar mega vel við una. Í kjaradeilunni stóðu á þeim mörg spjót en þeir kiknuðu hvorki né hvikuðu frá markaðri stefnu.


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í síðustu könnun MMR mælist Framsóknarflokkur með 8.6% fylgi. Framtíð Framsóknarflokksins virðist álíka björt og framtíð Bjartrar Framtíðar.

En kannski unir hinn ungi forystumaður ríkisstjórnarinnar vel við þetta. Það er jú vanþakklátt verk að vera forsætisráðherra í landi þar fólkið þjáist af "rofi milli raunveruleika og skynjunar" að hans mati. Ef þjóðin kann ekki að meta Sigmund Davíð Gunnlaugsson hlýtur hún að vera geðveik, samkvæmt hans kokkabókum.

Wilhelm Emilsson, 29.5.2015 kl. 20:47

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framsókn hefur haft lag á að koma betur út úr kosningum en könnunum. Engin ástæða til að afskrifa þau strax.

Ragnhildur Kolka, 30.5.2015 kl. 08:36

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef þjóðin heldur áfram að kjósa Framsókn sýnir það að Sigmundur Davíð hefur kannski svolítið til síns máls.

Wilhelm Emilsson, 31.5.2015 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband