Fimmtudagur, 28. maí 2015
Þurfum að slá á hagvöxtinn
Þegar eftirspurn eftir vinnuafli er orðið meira en framboðið er efnahagskerfið komið úr böndunum. Í stað þess að atvinnulífið þjóni samfélaginu er efnahagslífið farið að drottna yfir samfélaginu.
Við þessar aðstæður ber að slá á hagvöxtinn, með hækkun vaxta og niðurskurð í umsvifum hins opinbera.
Þensluástand á vinnumarkaði er ávísun á hverskyns rugl í efnahagskerfinu, samanber árabilið 2002-2007.
Lærdómurinn af hruninu er að hagvöxturinn þarf að vera í þágu samfélagins en ekki efnahagskerfisins.
Spáir spennu á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á árunum 2002-2007 ríkti, eins og þú segir réttilega, krafan um sem mestan hagvöxt, og um margar stórframkvæmdir og skattalækkanir á þenslutímum með afleiðingum sem allir þekkja.
Því miður bendir fátt til að menn hafi lært af þessu. Talað er svo brýna nauðsyn á tafarlausum stóriðju- og virkjanaframkvæmdum að nauðsynlegt sé að grípa fram fyrir hendurnar á verkefnastjórn rammaáætlunar.
Og einmitt í dag er sett fram krafan um tíföldun fiskeldis til þess að það borgi sig vegna þess að annars séu "einingarnar of fáar".
Ómar Ragnarsson, 28.5.2015 kl. 10:08
Páll, Það voru nú einmitt síðustu ofur- vaxtahækkanir sem fóðruðu bóluna miklu hér á landi og kölluðu á ódýrara fé sem vistaði sig hér á meðan hægt er að mjólka okkur um háa vexti. Vaxtahækkun hér núna þegar enga ávöxtun er að fá í Evrópu er endurtekning á fyrri vitleysunni. Pólitíkusar "styrka krónuna" með erlendu skammtímafé, sem rústar okkur þegar vextir verða lækkaðir og það fer strax.
Látum vaxtastigið í friði. Það breytir ekki hegðun okkar, heldur hegðun erlendra háka.
Ívar Pálsson, 28.5.2015 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.