Krónan, lágt atvinnuleysi og súr vínber Egils Helga

Íslenska krónan var traustasti bakhjarl endureisnarinnar eftir hrun. Krónan tók höggið og efnahagskerfið fékk haldið uppi atvinnu, og gerir enn.

Langt skeið með lága verðbólgu sýnir að krónan er stöðug þegar stjórnun efnahagsmála er í traustum höndum.

Drög að kjarasamningum leggja grunn að jöfnum og traustum lífskjarabata almennings. Ekki eru þó allir ánægðir með bættan hag almennings.

Egill Helgason, sem oft túlkar sjónarmið vinstrimanna, segir vínberin súr.

 


mbl.is Lengsta stöðugleikaskeiðið lengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú talar um krónuna eins og einhvert afrekströll sem hafi tekið ómakið af þjóðinni við að taka á sig afleiðingar Hrunsins. Mig langar til að benda á að fall krónunnar var ekki bara tala í línuriti heldur stórfelldasta kjaraskerðingin í einu höggi, sem dæmi eru um síðan árið 1967. 

Það var þjóðin sem tók á sig höggið, ef einhver skyldi hafa gleymt því eða vilja skrifa nýja sögu sem fría þá ábyrgð sem ollu falli krónunnar. 

Ómar Ragnarsson, 27.5.2015 kl. 14:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingarfólk kann ekki að meta þessi skrif þín Páll eins og sjá má.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.5.2015 kl. 15:37

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ómar, þú talar eins og ástandið 2008 hafi bara verið í fínu og flottu lagi. Við vorum heimsmeistarar í viðskiptahalla (21% á ári) fyrir hrun og óhjákvæmilegt að það yrði að verða stórfeld leiðrétting fyrr en seinna.

Það eru tvær leiðir til að leiðrétta ósjálfbæran viðskiptahalla.

Fyrri leiðin (ytri gengisfelling) er að láta gengið falla eða fella gengið á þann stað að ekki verði ósjálfbær halli. Þessi leið bitnar á öllum hvort sem þú ert launamaður, bótaþegi eða fjármagnseigandi.

Seinni leiðin er svokölluð innri gengisfelling en þá eru launalækkanir, niðurskurður á kostnaði við launþega og beinum uppsögnum ásamt niðurskurði á velferðarbótum og eftirlaunum. Þessi leið bitnar misjafnlega á hópum í samfélaginu en þó síst á fjármagnseigendum og þeim sem hafa "örugga" innivinnu og geta skammtað sér laun eftir behag.

Þegar kemur að því að varðveita atvinnustigið í þjóðfélagslegum áföllum, og þá sérstaklega stóráföllum, þá er eigin gjaldmiðill töfraverkfæri.

http://en.wikipedia.org/wiki/Devaluation

http://en.wikipedia.org/wiki/Internal_devaluation

Eggert Sigurbergsson, 27.5.2015 kl. 15:46

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mín skoðun og sennilega margra annara er að ef við hefðum EKKI haft þessa ónýtu krónu á hefði skaðinn orðið miklu minni.  

Rafn Guðmundsson, 27.5.2015 kl. 20:55

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Án EES hefðu ekki orðið til sjóhengjur, ICESAVE og fjármagnshöft. EES samningurinn er bleika fílahjörðin í postulínsbúðinni. Svisslendingar hafa það bara ágætt án þessarar fílahjarðar og Norðmenn íhuga að kveðja þessa fílahjörð fyrir fullt og allt enda meiri skaði en gagn af henni í dag en áður.

Eggert Sigurbergsson, 28.5.2015 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband