Kökustjórnmál í Frakklandi og Íslandi

- Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur, er haft eftir Maríu Antoinette í aðdraganda frönsku byltingarinnar. María sagði aldrei þessi orð um fólk í hungursneyð. Stjórnarandstaða þess tíma bjó þau til í áróðursskyni til að sýna fram á andstöðu allsnægtanna í Versölum og fátækar almennings.

Stjórnarandstaðan á Íslandi bjó til kökustjórnmál utan um forsætisráðherra. Svandís, Guðmundur, Róbert, Birgitta og málþófsliðið á alþingi ásakaði Sigmund Davíð um að borða heldur köku í matsal þingsins en hlusta á ræðuhöldin um fundarstjórn forseta.

Kökustjórnmálin í Frakklandi þjónuðu þjóðfélagslegum tilgangi. Þessi útgáfa stjórnmálanna hér á landi gerir ekkert annað en að auglýsa rætni stjórnarandstöðunnar.


mbl.is Telur árangurinn framar vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ef þú myndir taka nefið úr afturenda formannsins í smástund þá gætir þú lesið um það á eyjunni hvar hann viðurkennir kökuátið.

Rusher, 23.5.2015 kl. 17:04

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Ertu að lýsa sjálfum þér Rusher tussa

Ómar Gíslason, 23.5.2015 kl. 17:51

3 identicon

Á þetta að vera móðgandi Ómar? Leikskólabarn gæti gert betur en þetta.

Rusher, 24.5.2015 kl. 08:41

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rusher

Það sem er ljóst hér er að þú virðist ekki getað lesið þér til gagns og skilnings þennan góða pistil Páls.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2015 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband