Fimmtudagur, 21. maí 2015
Lög á verkföll heilbrigðisstétta
Atvinnulífið þarf að vinna sig í gegnum yfirstandandi kjaradeilur. Þar stendur valið á milli stöðugleikasamninga eða verðbólgusamninga. Krónur og aurar eru í húfi. Allt öðru máli gegnir um heilbrigðisstéttir.
Líf og heilsa almennings er í húfi í verkfalli heilbrigðisstétta. Það er beinlínis ósiðlegt að þessar stéttir séu með líf og limi almennings í hendi sér þegar deilt er um kaup og kjör.
Lög á verkföll heilbrigðisstétta þjónuðu tvíþættu hlutverk. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir heilsutjón almennings. Í öðru lagi að skapa atvinnulífinu svigrúm að átta sig á efnahagslegum staðreyndum.
Einboðið er að setja lög á heilbrigðisstéttir sem banna verkföll.
Velferð þjóðarinnar í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.